Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forsetahjónin heiðursgestir á Fiskideginum Mikla
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heiðra Fiskidaginn mikla og gesti hans í ár með nærveru sinni. Þau taka bæði þátt í dagskrá samkomunnar.
Eliza flytur ávarp á vináttukeðjunni, hinni formlegu setningarathöfn Fiskidagsins, neðan við Dalvíkurkirkju að lokinni messu kl. 18 föstudaginn 11. ágúst.
Forsetinn verður ræðumaður dagsins á hátíðarsviði Fiskidagsins mikla kl. 14:15 laugardaginn 12. ágúst.
Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur Fiskidagsins mikla árið 2016 og hafði þá einungis gegnt embætti forseta Íslands í fjóra sólarhringa þegar leið þeirra hjóna lá norður í Dalvíkurbyggð og fjörið þar. Hann tók við embættinu mánudaginn 1. ágúst 2016 við athöfn í Alþingishúsinu og forsetahjónin voru síðan hyllt af miklum mannfjölda á Austurvelli.
Föstudaginn 5. ágúst voru forsetahjónin við Fiskidagsmessu í Dalvíkurkirkju og hann ávarpaði síðan gesti vináttukeðjunnar í brakandi blíðu neðan við kirkjuna. Gríðarlegur mannfjöldi hlýddi á ávarpið og fylgdist með af áhuga enda höfðu fæstir viðstaddra séð nýja þjóðhöfðingjann í eigin persónu eða hlýtt á mál hans eftir að hann tók við embættinu.
Forsetahjónin og fylgdarlið gengu um Dalvík að kvöldi föstudagsins, þáðu súpu hér og þar og ræddu við fólk á förnum vegi. Daginn eftir fóru þau um hátíðarsvæðið við höfnina. Þeim þótti auðheyrilega mikið til koma að kynnast öllu því sem fyrir augu og eyru bar í heimsókninni.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF