Axel Þorsteinsson
Foodco kaupir Roadhouse
Foodco er við það að festa kaup á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut. Starfsmönnum Roadhouse var tilkynnt um kaupin í gær.
Foodco er risi á veitingamarkaði en Roadhouse verður tuttugasti veitingastaðurinn í eigu Foodco. Yfir 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu sem á fyrir veitingastaði American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar og Aktu Taktu auk þess að eiga Greifann og Pítuna.
Velta Foodco var 3,2 milljarðar árið 2013 en félagið er að mestu í eigu feðganna Þórarins Ragnarssonar og Jóhanns Arnar Þórarinssonar. Feðgarnir eiga 80 prósent hlutafjár í félaginu. Þá á Óttar Þórarinsson 10 prósenta hlut og félagið Eldheimar, sem er í eigu Bjarna Stefáns Gunnarssonar, á 10 prósenta hlut.
Foodco var stofnað árið 2002. Félagið keypti American Style og Aktu Taktu árið 2004. Árið 2006 keypti Foodco svo Pítuna. Ári síðar bættist Eldsmiðjan og Greifinn í safnið. Það var svo árið 2011 sem félagið festi kaup á Saffran, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um Foodco.
Mynd: Sverrir
/Axel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






