Axel Þorsteinsson
Foodco kaupir Roadhouse
Foodco er við það að festa kaup á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut. Starfsmönnum Roadhouse var tilkynnt um kaupin í gær.
Foodco er risi á veitingamarkaði en Roadhouse verður tuttugasti veitingastaðurinn í eigu Foodco. Yfir 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu sem á fyrir veitingastaði American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar og Aktu Taktu auk þess að eiga Greifann og Pítuna.
Velta Foodco var 3,2 milljarðar árið 2013 en félagið er að mestu í eigu feðganna Þórarins Ragnarssonar og Jóhanns Arnar Þórarinssonar. Feðgarnir eiga 80 prósent hlutafjár í félaginu. Þá á Óttar Þórarinsson 10 prósenta hlut og félagið Eldheimar, sem er í eigu Bjarna Stefáns Gunnarssonar, á 10 prósenta hlut.
Foodco var stofnað árið 2002. Félagið keypti American Style og Aktu Taktu árið 2004. Árið 2006 keypti Foodco svo Pítuna. Ári síðar bættist Eldsmiðjan og Greifinn í safnið. Það var svo árið 2011 sem félagið festi kaup á Saffran, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um Foodco.
Mynd: Sverrir
/Axel
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






