Smári Valtýr Sæbjörnsson
Flottir réttir á nýjum matseðli AALTO Bistro
Nýr matseðill hefur verið tekinn í gagnið á veitingastaðnum AALTO Bistro í Norræna húsinu sem er undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.
Í hádeginu er helsta nýjungin sjávarréttasúpa og smurt brauð með lambaprime, en á daginn býður staðurinn upp á fisk dagsins og súpu dagsins sem breytist daglega og Köftabollur og merqes pylsur voru settar aftur inn á matseðilinn vegna mikillar eftirspurnar.
Það sem er ómissandi í hádeginu hjá okkur eru bæði bökurnar, gráðostabaka og brokkolíbaka, sem hafa fylgt mér í áraraðir, og heitreyktur og hangireyktur lax mað bökuðum fennel.
, sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað væri ómissandi og nýtt á matseðlinum og bætir við:
Nýir réttir hjá okkur á kvöldmatseðlinum eru t.d krabbakökur og grjótkrabbi með kóríander og sítrónumajonesi, hægeldað andalæri með fíkju-jarðarberjasalati og sesamdressingu og graskersborgari með bökuðum tómati, kotasælu og kryddjurtum. Nýju eftirréttirnir á kvöldin eru ofnbökuð epli með kanil og súkkulaðikaka með hindberjasósu sem er hvít- og brún súkkulaðikaka sett saman, alveg dásamlega góð. Aðalréttirnir breytast reglulega hjá okkur en réttir eins og kúrbítsfrítata með jógúrtsósu og salat með léttreyktri andabringu eru alltaf á matseðlinum, bæði í hádeginu og á kvöldin.
Yfir miðjan daginn er kaffihúsastemming og þá býður staðurinn upp á heimabökuðu kökurnar sem eru m.a. döðlukaka með karamellukremi, frönsk, hveitilaus súkkulaðikaka og sítrónubaka með marengsloki og fleira. Kökurnar eru líka í boði sem eftirréttir á kvöldin.
Heimasíða AALTO Bistro er: www.aalto.is
Myndir: frá facebook síðu AALTO Bistro
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini









