Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Flottir réttir á nýjum matseðli AALTO Bistro

Birting:

þann

AALTO Bistro

Ofnbakaður lax á linsubaunabeði

AALTO Bistro

Graskersborgari

Norræna húsiðNýr matseðill hefur verið tekinn í gagnið á veitingastaðnum AALTO Bistro í Norræna húsinu sem er undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.

Í  hádeginu er helsta nýjungin sjávarréttasúpa og smurt brauð með lambaprime, en á daginn býður staðurinn upp á fisk dagsins og súpu dagsins sem breytist daglega og Köftabollur og merqes pylsur voru settar aftur inn á matseðilinn vegna mikillar eftirspurnar.

Það sem er ómissandi í hádeginu hjá okkur eru bæði bökurnar, gráðostabaka og brokkolíbaka, sem hafa fylgt mér í áraraðir, og heitreyktur og hangireyktur lax mað bökuðum fennel.

, sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað væri ómissandi og nýtt á matseðlinum og bætir við:

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Sveinn Kjartansson útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985

Nýir réttir hjá okkur á kvöldmatseðlinum eru t.d krabbakökur og grjótkrabbi með kóríander og sítrónumajonesi, hægeldað andalæri með fíkju-jarðarberjasalati og sesamdressingu og graskersborgari með bökuðum tómati, kotasælu og kryddjurtum.  Nýju eftirréttirnir á kvöldin eru ofnbökuð epli með kanil og súkkulaðikaka með hindberjasósu sem er hvít- og brún súkkulaðikaka sett saman, alveg dásamlega góð.  Aðalréttirnir breytast reglulega hjá okkur en réttir eins og kúrbítsfrítata með jógúrtsósu og salat með léttreyktri andabringu eru alltaf á matseðlinum, bæði í hádeginu og á kvöldin.

AALTO Bistro

Heitreykur steinbítur

Yfir miðjan daginn er kaffihúsastemming og þá býður staðurinn upp á heimabökuðu kökurnar sem eru m.a. döðlukaka með karamellukremi, frönsk, hveitilaus súkkulaðikaka og sítrónubaka með marengsloki og fleira.  Kökurnar eru líka í boði sem eftirréttir á kvöldin.

Heimasíða AALTO Bistro er: www.aalto.is

Myndir: frá facebook síðu AALTO Bistro

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið