Smári Valtýr Sæbjörnsson
Flottir réttir á nýjum matseðli AALTO Bistro
Nýr matseðill hefur verið tekinn í gagnið á veitingastaðnum AALTO Bistro í Norræna húsinu sem er undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.
Í hádeginu er helsta nýjungin sjávarréttasúpa og smurt brauð með lambaprime, en á daginn býður staðurinn upp á fisk dagsins og súpu dagsins sem breytist daglega og Köftabollur og merqes pylsur voru settar aftur inn á matseðilinn vegna mikillar eftirspurnar.
Það sem er ómissandi í hádeginu hjá okkur eru bæði bökurnar, gráðostabaka og brokkolíbaka, sem hafa fylgt mér í áraraðir, og heitreyktur og hangireyktur lax mað bökuðum fennel.
, sagði Sveinn í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað væri ómissandi og nýtt á matseðlinum og bætir við:
Nýir réttir hjá okkur á kvöldmatseðlinum eru t.d krabbakökur og grjótkrabbi með kóríander og sítrónumajonesi, hægeldað andalæri með fíkju-jarðarberjasalati og sesamdressingu og graskersborgari með bökuðum tómati, kotasælu og kryddjurtum. Nýju eftirréttirnir á kvöldin eru ofnbökuð epli með kanil og súkkulaðikaka með hindberjasósu sem er hvít- og brún súkkulaðikaka sett saman, alveg dásamlega góð. Aðalréttirnir breytast reglulega hjá okkur en réttir eins og kúrbítsfrítata með jógúrtsósu og salat með léttreyktri andabringu eru alltaf á matseðlinum, bæði í hádeginu og á kvöldin.
Yfir miðjan daginn er kaffihúsastemming og þá býður staðurinn upp á heimabökuðu kökurnar sem eru m.a. döðlukaka með karamellukremi, frönsk, hveitilaus súkkulaðikaka og sítrónubaka með marengsloki og fleira. Kökurnar eru líka í boði sem eftirréttir á kvöldin.
Heimasíða AALTO Bistro er: www.aalto.is
Myndir: frá facebook síðu AALTO Bistro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi