Freisting
Fjöruhlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi
Já nú er kallinn kominn aftur á ról og nú er það Norðuland vestra sem verður fyrir barðinu, en ég lét tilleiðast að fara í þessa fjöruveislu vegna áeggjan hans Ingvars Guðmundssonar á Salatbarnum en hann er ættaður af þessu svæði og alltaf að dásama það.
Fyrsti stoppustaður var Staðarskáli en þar skyldi snæddur hádegisverður og pantaði ég kjötsúpu, soðköku með reyktum lax, flatköku með hangikjöti og flatköku með kæfu. Brauðmetið var afar ljúfengt en sama var ekki hægt að segja um súpuna hún var eins og skolvatn með örfáum drukknuðum grænmetis- bitum, földu kjöti og viti menn pipar og vel af honum, nú legg ég til að þeir kokkar sem ekki geta gert kjötsúpu skammlaust horfi á þáttinn hans Bjarna Gunnars Eldum íslenskt en þar er að finna 2 mjög góðar útfærslur af kjötsúpu eða fari bara að bera út blöð, fór hálfkvekktur út í bíl og hélt áfram að Dæli í Víðidal en þar skyldi gist.
Var vísað til herbergis og komst að því í leiðinni að þetta er veiðihúsið fyrir Víðidalsá og þvílík flottheit, án gríns þá eru ekki mörg hótelherbergi í Rvk sem toppa þetta, setti bensín á kantinn og slakaði á, því um kvöldið átti að mæta í veisluna miklu.
Svo var komin tími á að leggja af stað því þetta var um 40 mín akstur frá Dæli og er komið var út að Hamarsbúð var margt um manninn og mikil gleði. Þar sá maður Magnús Níelsson og Kristján Rafn Heiðarsson báða meðlimi í KM, einnig var Maggi fisksali sem átti Hafrúnu í Skipholti til fjölda ára.
Svo var það pólitíkusinn en þar var á ferð Jón G. Bjarnason landbúnaðar og sjávar- útvegs ráðherra og áttum við ágætis spjall í röðinni um mat í víðum skilningi, en skondið fannst mér hlutskipti tveggja ráðherra annars á Ísland hins á Ítalíu en þar á ég við Jón G. og hins vegar Silvio Berluconi, annar bíður í röð í rigningasudda eftir mat meðan hinn í armani jakkafötum spókar sig við sundlaugarbarminn sem hlaðinn er ungum stúlkum í míni bíkini.
Hlaðborðið var flott og alveg brjáluð trafík sem sést á því að frá kl 19:00 til 21:15 var stanslaus biðröð af fólki og var því lætt að mér að fjöldinn væri um 600 manns, smakkaðist allt saman alveg frábærlega og gaman að upplifa svona stemmingu. þess skal getið að þetta er í 14 skiptið sem þetta er haldið í Hamarsbúð af félagskap sem kallar sig Húsfreyjurnar í Hamarsbúð.
Svo var haldið til baka heim að Dæli og gekk ferðin vel og farið beint í koju og í draumi mætt í aðra veislu.
Mætt i brekkara um átta leitið, hann var kjarngóður og heimilislegur fór aftur inn á herbergi og lagði mig til um 11 leitið en þá ætlaði ég að leggja af stað og keyra Vatnsnesið og svo norður á Blöndós og fá mér hádegisverð.
Í vikunni fyrr hafði ég hringt á ansi marga veitingastaði á þessu svæði frá Staðarskála að Hólaskóla og athugað hvort á matseðli næstkomandi Sunnudag væri soðinn villtur lax, því í gamla daga þegar farið var norður var alltaf stoppað á Hótel Blöndósi í hádeginu og borðaður lax úr Blöndu, en uppskeran var rýr, einn bauð upp á steiktan lax frá Chile en enginn soðinn. Þannig að fyrir valinu varð Potturinn og Pannan á Blöndósi, farið inn og pantað Humarsúpu og lambasteik Bearnaise ( til heiðurs Andreas ) og það get ég sagt ykkur að á öllu átti ég von á en ekki að þetta yrði ein besta máltíð sem ég hef borðað á Íslandi fyrr og síðar.
Það var mjög sáttur maður sem gekk út af veitingastaðnum og settist upp í bíl nú skyldi keyrt á Skagaströnd tekinn hringur og svo datt mér í hug að fara þverárfjall og yfir á Sauðakrók rúntaði þar og hélt svo í Varmahlíð, stoppað til að skila bensíninu af sér og byrgja sig upp af meiru köldu og nú lá leiðin suður.
Stoppað í Hyrnunni og nú langaði kallinum í fisk og viti menn útlendur fiskur frá Dreifingu eina sem var á boðstólunum og ef þið sjáið á myndinni hvernig stautarnir litu út, hvernig haldið þið að fólk ímyndi sér að fiskurinn hafi litið út í lifanda lífi, þetta var allt í lagi en mig langaði í alvöru orly fisk ekki útlenska stauta.
Brunað í bæinn og heilt yfir ánægður með ferðina.,
Sjá meðfylgjandi matseðil frá Hamarsbúð (pdf skjal 1 mb)
Svona er Ísland í dag, auðveldara að fá útlendan fisk en íslenskan á veitingastöðum á þjóðvegi 1.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði