Íslandsmót iðn- og verkgreina
Fjórir kepptu í kjötiðn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina – Björn Mikael Karelsson bar sigur úr bítum
Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöll um helgina var haldin glæsileg keppni í kjötiðn. Þar kepptu Bríet Berndsen Ingvadóttir – Sláturfélag Suðurlands, Kristófer Steinþórsson – Ali/Síld og Fiskur, Lukasz Gryko – Esja Gæðafæði og Björn Mikael Karelsson – Kjötbúðin.
Hver keppandi fékk lambskrokk, grísahrygg með síðu og lund, nautamjöðm og nautaframhrygg. Keppendur höfðu nokkuð frjálsar hendur og útbjuggu glæsileg kjötborð með fjölbreyttum réttum. Til þess höfðu þeir fjórar klukkustundir.
Keppendur fengu 120 mínútur til að hluta niður og úrbeina en aðrar 120 mínútur til að fullvinna kjötið svo það væri tilbúið í kjötborð. Dæmt var eftir útliti, fjölbreytni, nýbreytni, nýtingu, fagmennsku og hreinlæti.
Styrktaraðilar í kjötiðn voru Kjarnafæði, Norðlenska, Stjörnugrís, Samhentir, Eskja/Gæðafæði og Multivac.
Svo fór að Björn Mikael Karelsson bar sigur úr bítum og var krýndur Íslandsmeistari að keppni lokinni.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á matvis.is hér.
Myndir: matvis.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?