Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Fjórir íslenskir barþjónar taka yfir Daisy

Birting:

þann

Fjórir íslenskir barþjónar taka yfir Daisy

Daisy heldur upp á afmælisviku með stórbrotnu pop-up kvöldi, 13 nóvember frá klukkan 17:00, þar sem fjórir þekktir íslenskir barþjónar taka yfir staðinn, hver með sinn einstaka stíl, bragð og stemningu.

Þeir munu ekki aðeins sjá um drykkina, heldur einnig tónlistina, lýsinguna, borðaskipan og öll smáatriðin sem skapa andrúmsloftið. Þetta verður kvöld þar sem gestir upplifa hvernig persónulegur stíll barþjónanna skilar sér í heildræna upplifun.

Dagskráin er eftirfarandi:
David Hood frá Amma don mætir klukkan 17:00 og heldur stemningunni gangandi til 19:00.
Keli frá Skál tekur við og blandar sínum sérkennilega töfrum í tvo klukkutíma, frá 19:00 til 21:00.
Jakob Alf frá Gilligogg kemur næstur og stjórnar kvöldinu frá 21:00 til 23:00.
Að lokum stígur Sævar Helgi fram og leiðir gesti inn í djammstemninguna frá 23:00 til 01:00.

Þetta verður sannkallað kokteilasýningarkvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið