Freisting
Fjallað um Bocuse d'or í þættinum Lítill heimur
Þátturinn „Lítill heimur“ í gærkveldi fjallaði um Bocuse d’or matreiðslukepnina sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár, en hún er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Stemmningin í kringum þessa keppni sem stóð í tvo daga er ótrúleg. Bocuse d’or krefst gríðarlegrar vinnu, undirbúnings og matreiðslu í hæsta gæðaflokki af hálfu keppenda.
Þátturinn var með þeim nótum að fylgst var með Íslenska keppandanum Ragnari Ómarssyni og hans mönnum allt frá fyrstu æfingum. Einnig var farið með í æfingabúðir hjá meistarakokknum Philippe Girardon í Frakklandi, og fylgst að lokum með þáttöku Ragnars í keppninni. Íslenskur skötuselur var í sviðsljósinu í keppninni þetta árið, en hann var valinn sem hráefni fyrir keppendur sem þykir mikill heiður. Keppnin var haldin dagana 25-26 janúar 2005 og varð Ragnar í fimmta sæti sem er hið mesta afrek að lenda svona ofarlega, þar sem hart er barist um efstu sætin. 24 þjóðir tóku þatt í keppninni þetta árið.
Næsta keppni verður haldin 23-24 janúar og kemur Friðgeir Eiríksson til með að vera næsti Canditade Íslands.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Klassískt og ómissandi frá Hafinu um jólin