Freisting
Fjallað um Bocuse d'or í þættinum Lítill heimur
Þátturinn „Lítill heimur“ í gærkveldi fjallaði um Bocuse d’or matreiðslukepnina sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár, en hún er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Stemmningin í kringum þessa keppni sem stóð í tvo daga er ótrúleg. Bocuse d’or krefst gríðarlegrar vinnu, undirbúnings og matreiðslu í hæsta gæðaflokki af hálfu keppenda.
Þátturinn var með þeim nótum að fylgst var með Íslenska keppandanum Ragnari Ómarssyni og hans mönnum allt frá fyrstu æfingum. Einnig var farið með í æfingabúðir hjá meistarakokknum Philippe Girardon í Frakklandi, og fylgst að lokum með þáttöku Ragnars í keppninni. Íslenskur skötuselur var í sviðsljósinu í keppninni þetta árið, en hann var valinn sem hráefni fyrir keppendur sem þykir mikill heiður. Keppnin var haldin dagana 25-26 janúar 2005 og varð Ragnar í fimmta sæti sem er hið mesta afrek að lenda svona ofarlega, þar sem hart er barist um efstu sætin. 24 þjóðir tóku þatt í keppninni þetta árið.
Næsta keppni verður haldin 23-24 janúar og kemur Friðgeir Eiríksson til með að vera næsti Canditade Íslands.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





