Vertu memm

Freisting

Fjallað um Bocuse d'or í þættinum Lítill heimur

Birting:

þann

Ragnar ÓmarssonÞátturinn „Lítill heimur“ í gærkveldi fjallaði um Bocuse d’or matreiðslukepnina sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár, en hún er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Stemmningin í kringum þessa keppni sem stóð í tvo daga er ótrúleg. Bocuse d’or krefst gríðarlegrar vinnu, undirbúnings og matreiðslu í hæsta gæðaflokki af hálfu keppenda.

Þátturinn var með þeim nótum að fylgst var með Íslenska keppandanum Ragnari Ómarssyni og hans mönnum allt frá fyrstu æfingum. Einnig var farið með í æfingabúðir hjá meistarakokknum Philippe Girardon í Frakklandi, og fylgst að lokum með þáttöku Ragnars í keppninni. Íslenskur skötuselur var í sviðsljósinu í keppninni þetta árið, en hann var valinn sem hráefni fyrir keppendur sem þykir mikill heiður. Keppnin var haldin dagana 25-26 janúar 2005 og varð Ragnar í fimmta sæti sem er hið mesta afrek að lenda svona ofarlega, þar sem hart er barist um efstu sætin. 24 þjóðir tóku þatt í keppninni þetta árið.

Næsta keppni verður haldin 23-24 janúar og kemur Friðgeir Eiríksson til með að vera næsti Canditade Íslands.

Heimasíða Ragnars

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið