Freisting
Fjallað um Bocuse d'or í þættinum Lítill heimur
Þátturinn „Lítill heimur“ í gærkveldi fjallaði um Bocuse d’or matreiðslukepnina sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár, en hún er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Stemmningin í kringum þessa keppni sem stóð í tvo daga er ótrúleg. Bocuse d’or krefst gríðarlegrar vinnu, undirbúnings og matreiðslu í hæsta gæðaflokki af hálfu keppenda.
Þátturinn var með þeim nótum að fylgst var með Íslenska keppandanum Ragnari Ómarssyni og hans mönnum allt frá fyrstu æfingum. Einnig var farið með í æfingabúðir hjá meistarakokknum Philippe Girardon í Frakklandi, og fylgst að lokum með þáttöku Ragnars í keppninni. Íslenskur skötuselur var í sviðsljósinu í keppninni þetta árið, en hann var valinn sem hráefni fyrir keppendur sem þykir mikill heiður. Keppnin var haldin dagana 25-26 janúar 2005 og varð Ragnar í fimmta sæti sem er hið mesta afrek að lenda svona ofarlega, þar sem hart er barist um efstu sætin. 24 þjóðir tóku þatt í keppninni þetta árið.
Næsta keppni verður haldin 23-24 janúar og kemur Friðgeir Eiríksson til með að vera næsti Canditade Íslands.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana