Freisting
Fiskur í Tjöruhúsinu á Ísafirði
Veitingasalan í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði er núna opin alla daga og verður það fram eftir sumri.
Hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa rekið þar matsölustað undanfarin sumur þar sem sjávarmeti er gert hátt undir höfði. Ragnheiður segir að matseðillinn sé með sama móti og í fyrra, fiskisúpan, splunkunýtt fiskmeti hverskyns og svo að sjálfsögðu plokkfiskurinn rómaði.
Þá verður reynt að hafa hrefnukjöt eins og undanfarin sumur en ekki hefur tekist að útvega það enn, en það stendur til bóta.
Opnunartími er frá ellefu til tíu á kvöldin. Saltfiskveisla var um síðustu helgi og var uppselt og rífandi stemmning og framhald verður á þeim 15. og 29. júlí sem og 12. ágúst.
Greint frá á bb.is
Mynd: bb.is – Tekin í Saltfiskveislunni síðustu helgi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla