Vertu memm

Freisting

Fiskur í Tjöruhúsinu á Ísafirði

Birting:

þann

Veitingasalan í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði er núna opin alla daga og verður það fram eftir sumri.

Hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa rekið þar matsölustað undanfarin sumur þar sem sjávarmeti er gert hátt undir höfði. Ragnheiður segir að matseðillinn sé með sama móti og í fyrra, fiskisúpan, splunkunýtt fiskmeti hverskyns og svo að sjálfsögðu plokkfiskurinn rómaði.

Þá verður reynt að hafa hrefnukjöt eins og undanfarin sumur en ekki hefur tekist að útvega það enn, en það stendur til bóta.

Opnunartími er frá ellefu til tíu á kvöldin. Saltfiskveisla var um síðustu helgi og var uppselt og rífandi stemmning og framhald verður á þeim 15. og 29. júlí sem og 12. ágúst.

Greint frá á bb.is

Mynd: bb.is – Tekin í Saltfiskveislunni síðustu helgi

[email protected]

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið