Freisting
Fiskur í Tjöruhúsinu á Ísafirði
Veitingasalan í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði er núna opin alla daga og verður það fram eftir sumri.
Hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa rekið þar matsölustað undanfarin sumur þar sem sjávarmeti er gert hátt undir höfði. Ragnheiður segir að matseðillinn sé með sama móti og í fyrra, fiskisúpan, splunkunýtt fiskmeti hverskyns og svo að sjálfsögðu plokkfiskurinn rómaði.
Þá verður reynt að hafa hrefnukjöt eins og undanfarin sumur en ekki hefur tekist að útvega það enn, en það stendur til bóta.
Opnunartími er frá ellefu til tíu á kvöldin. Saltfiskveisla var um síðustu helgi og var uppselt og rífandi stemmning og framhald verður á þeim 15. og 29. júlí sem og 12. ágúst.
Greint frá á bb.is
Mynd: bb.is – Tekin í Saltfiskveislunni síðustu helgi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit