Vertu memm

Frétt

Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal

Birting:

þann

Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn

Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameina krafta sína og Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið.

Fiskmarkaðurinn poppaði upp á Grillmarkaðnum síðustu tvær helgar og sló það heldur betur í gegn. Svo mikið að eigendur ákváðu að halda því áfram. Þannig er til dæmis hægt að vera með fjölbreyttari matseðil og meira úrval af take away.

„Nú þarft þú ekki að velja á milli Fisk eða Grillmarkaðsins heldur kemur bara á einn stað og færð allt það sem þig langar í. Sushi, steik, kóngarækju, grísarif, hnetusteik, hvítsúkkulaðiostaköku svo ég tali nú ekki um alla geggjuðu kokteilana sem við bjóðum upp á og góðu vínin.“

Segir í tilkynningu frá Fisk-, og Grillmarkaðinum.

„Fiskmarkaðurinn verður að veislusal þar sem við ætlum að bjóða upp á 20-100 manna einkaveislur sniðnar alveg eftir þínu höfði með mat frá okkur. Við getum gert allskonar, spurðu bara og við gerum okkar besta til að koma til móts við þig.“

Mynd: facebook / grillmarkaðurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið