Frétt
Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal
Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameina krafta sína og Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið.
Fiskmarkaðurinn poppaði upp á Grillmarkaðnum síðustu tvær helgar og sló það heldur betur í gegn. Svo mikið að eigendur ákváðu að halda því áfram. Þannig er til dæmis hægt að vera með fjölbreyttari matseðil og meira úrval af take away.
„Nú þarft þú ekki að velja á milli Fisk eða Grillmarkaðsins heldur kemur bara á einn stað og færð allt það sem þig langar í. Sushi, steik, kóngarækju, grísarif, hnetusteik, hvítsúkkulaðiostaköku svo ég tali nú ekki um alla geggjuðu kokteilana sem við bjóðum upp á og góðu vínin.“
Segir í tilkynningu frá Fisk-, og Grillmarkaðinum.
„Fiskmarkaðurinn verður að veislusal þar sem við ætlum að bjóða upp á 20-100 manna einkaveislur sniðnar alveg eftir þínu höfði með mat frá okkur. Við getum gert allskonar, spurðu bara og við gerum okkar besta til að koma til móts við þig.“
Mynd: facebook / grillmarkaðurinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?