Frétt
Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal
Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameina krafta sína og Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið.
Fiskmarkaðurinn poppaði upp á Grillmarkaðnum síðustu tvær helgar og sló það heldur betur í gegn. Svo mikið að eigendur ákváðu að halda því áfram. Þannig er til dæmis hægt að vera með fjölbreyttari matseðil og meira úrval af take away.
„Nú þarft þú ekki að velja á milli Fisk eða Grillmarkaðsins heldur kemur bara á einn stað og færð allt það sem þig langar í. Sushi, steik, kóngarækju, grísarif, hnetusteik, hvítsúkkulaðiostaköku svo ég tali nú ekki um alla geggjuðu kokteilana sem við bjóðum upp á og góðu vínin.“
Segir í tilkynningu frá Fisk-, og Grillmarkaðinum.
„Fiskmarkaðurinn verður að veislusal þar sem við ætlum að bjóða upp á 20-100 manna einkaveislur sniðnar alveg eftir þínu höfði með mat frá okkur. Við getum gert allskonar, spurðu bara og við gerum okkar besta til að koma til móts við þig.“
Mynd: facebook / grillmarkaðurinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga