Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fiskbúðin Vegamót
Þarna hefur verið verslunarrekstur svo langt sem ég man fyrst nýlenduvöruverslun en seinni árin fiskbúð og sú sem um er rætt hefur verið starfandi síðan í mars síðastliðnum og er rekin af matreiðslumanninum Birgi Rafn Ásgeirssyni.
Strax þegar inn er komið heillast maður af borðinu en þar er samspil spegla, klaka (ekki mattur ís) og fallega uppsetning á hráefninu.
Hann er með á boðstólunum 3 tegundir af sósum sem hann selur sér í boxum, einnig með bæði sjávarréttarsúpu og Humarsúpu í kg dósum, en Birgir notar ekki hvítt hveiti og hvítan sykur í það sem hann lagar þannig að súpurnar eru þykktar með grænmeti.
Okkur í SS sveit veitingageirinn.is var boðið að smakka á sjávarréttarsúpunni, bakaðari lúðu í sítrónulegi og þorsk í terryjaki að hætti Birgis og smakkaðist allt alveg prýðilega og sýnir hvað matreiðslumenn geta fært fiskbúðir upp á æðra plan sökum fagþekkingar.
Ekki má gleyma kartöflusalati staðarins sem er nýjar kartöflur með hýði, vorlaukur, coriander, capers og eitthvað leynikrydd sem ekki var hægt að toga út úr honum, en ef hann er ekki með það í borðinu eru kerlingarnar í hverfinu strax farnar að nöldra.
Við hjá veitingageirinn.is óskum Birgi alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: Smári
Texti: Sverrir
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu