Veitingarýni
Fiskbúðin Höfðabakka er meira en fiskbúð
Já það er öllu meiri umsvif í fyrirtækinu en nafn þess gefur til kynna, þar er vísir að kjötborði, auk þess er glæsilegt fiskborð og mikið úrval en það sem dregur sennilega flesta að er heiti maturinn sem er í boði í hádeginu.
Ég gerði mér ferð til að smakka á matnum og voru eftirfarandi réttir á boðstólnum þetta hádegi:
Sellerísúpa innifalin í verði allra rétta.
Svínakótilettur í raspi
verð 1.790.-
Hangikjöt m/jafning
verð 1.790
Kjötbollur
verð 1.600
Blandaður sjávarréttur
verð 1.500
Fiskibollur
verð 1.500
Djúpsteiktur fiskur
verð 1.500
Plokkfiskur
verð 1.500
Ég fékk mér súpudisk og það sem kom upp í huga mínum, er ég smakkaði á súpunni, var að þetta væri eins og súpurnar voru í gamla daga á Hótel Sögu, svona eins og margir kölluðu hótelsúpa, svakalega góð og ekki skemmdi volga brauðið sem borið var fram með henni.
Í aðalrétt fékk ég mér sjaldséðan rétt á matseðlinum, en það er Svínakótilettur í raspi með soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli, svo toppurinn af tilverunni brún mömmusósa þykk og með góða viðloðun eins og var í gamla daga og ekki var maður fyrir vonbrigðum með matinn, þvílíkt sælgæti.
Þeir sem reka þetta fyrirtæki og eru allt í öllu eru félagarnir Níels Hafsteinsson framreiðslumeistari og Eiríkur Valdimar Friðriksson matreiðslumeistari.
Það kom berlega í ljós meðan ég sat að snæðingi að fólk er mjög ánægt með matinn og þjónustuna, því það var alveg stanslaust rennerí inn og út.
Ég þakka kærlega fyrir mjög góðan mat og það mun ekki líða langur tími þar til ég mæti aftur í mat.
Veitingageirinn.is óskar ykkur alls farnaðar í þessu verkefni.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina