Vertu memm

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Finnur Gauti fer til Gdansk og keppir fyrir hönd Íslands í framreiðslu – Þakkarbréf frá Klúbbi Framreiðslumeistara – Myndir

Birting:

þann

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Dagana 16. – 18. mars fór fram Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni.

Sjá einnig: Úrslit í veitingageiranum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Keppni í framreiðslu var stýrt af Klúbbi Framreiðslumeistara. Þeim til halds og traust voru margir styrktaraðilar og án þeirra hefði ekki verið mögulegt að setja upp svona flotta og viðburðarríka keppni.

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Sigurður Borgar Ólafsson formaður klúbb framreiðslumeistara.

Markmið keppninnar var að kynna framreiðslu sem faggrein á meðal almennings og að velja fagmann sem fer sem fulltrúi Íslands til keppni á Evrópumóti iðngreina sem fer fram í Gdansk í september á þessu ári.

Dómarar

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir
Axel árni Herbertsson
Elías Már Hallgrímsson
Hilmar Örn Hafsteinsson
Katrín Ósk Stefánsdóttir
Manuel Schembri
Sigurður Borgar Ólafsson
Steinar Bjarnarson

Keppendur

Alexander Jósef Alvarado
Benedikt Eysteinn Birnuson
Daníel Árni Sverrisson
Eyþór Dagnýjarson
Finnur Gauti Vilhelmsson

Keppnin var hnífjöfn sem gerði hana gríðarlega skemmtilega og spennandi.

Hún stóð yfir í tvo daga og leystu keppendur 16 mismunandi verkefni sem tengjast faginu. Kokteil gerð, fyrirskurður, hráefnis greining, fine dining service svo nokkuð sé nefnt.

Íslandsmót iðn -og verkgreina í Laugardalshöllinni - Dagana 16. - 18. mars 2023

Úrslit urðu:

Auglýsingapláss

Fyrsta sæti – Finnur Gauti Vilhelmsson – Vox brasserí
Annað sæti – Benedikt Eysteinn Birnuson – Matarkjallarinn
Þriðja sæti – Eyþór Dagnýjarson – Monkeys Restaurant

Sigurvegarinn öðlast þátttökuréttindi á Euroskills þar sem 32 lönd senda sín færustu ungmenni til að taka þátt í 43 mismunandi greinum.

Finnur Gauti mun fara til Gdansk og keppa fyrir hönd Íslands í framreiðslu.

Klúbbur framreiðslumeistara þakkar eftirfarandi fyrirtækjum sem gáfu sér tíma til að hlusta á þarfir stjórnenda framreiðslukeppninnar og koma til móts með aðstoð á hráefnum og tækjum.

Fyrirtæki sem studdu sérstaklega við bakið á Klúbbi Framreiðslumeistara voru:

A-smith
Grænn markaður
Innnes
Mekka Wines and spirit
Globus
Ölgerðin
Klakavinnslan
Ikea
Garri
Bananar
Mjólkursamsalan
Vox Brasserí
Monkeys Restaurant

Lesa fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.

Myndir: matvis.is

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið