Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Finnsson Bistro opnar formlega í dag – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Það eru gleðifréttir fyrir marga sælkera að Finnsson Bistro í Kringlunni var formlega opnaður í dag, en staðurinn er staðsettur þar Café Bleu var áður til húsa.
Búið er að endurhanna allt svæðið og er lögð áhersla á blómlegan og litríkan veitingastað með fjölbreyttan og spennandi matseðil þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Eigendur eru Klara Óskarsdóttir og Finnur Óskarsson, en faðir þeirra er matreiðslumeistarinn Óskar Finnson sem tekur fullan þátt í rekstri staðarins ásamt eigingkonu sinni Maríu Hjaltadóttir.
Meðal nýjunga er notalegur Búbbluskáli þar sem boðið er upp á úrval af freyðivíni og kampavíni í litlum flöskum í blómlegu umhverfi.
Sjá einnig:
Svona lítur Finnsson Bistro matseðillinn út – Réttir tileinkaðir frægum íslenskum kokkum
Myndir: facebook / Finnsson Bistro

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta