Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Fimm íslensk hótel fá Michelin lykil

Birting:

þann

Fimm íslensk hótel hafa hlotið hina eftirsóttu Michelin lykla, nýju viðurkenningu sem Michelin Guide veitir þeim gististöðum sem skara fram úr í þjónustu, hönnun og upplifun gesta. Þetta er í fyrsta sinn sem lyklar eru veittir á Norðurlöndum og er Ísland þar í góðum hópi með fimm hótelum sem öll fengu einn lykil.

Þau eru:

  • The Retreat at Blue Lagoon í Grindavík
  • Hótel Rangá á Hellu
  • UMI Hótel á Hvolsvelli
  • Highland Base Kerlingarfjöll
  • The Reykjavik EDITION í Reykjavík

Samkvæmt Michelin Guide eru hótelin sem hljóta lykil ekki aðeins staðir til að gista á, heldur hluti af ferðaupplifuninni sjálfri. Hvert þeirra hefur verið metið af sérfræðingum Michelin út frá fimm lykilþáttum: arkitektúr og innanhússhönnun, gæðum, traust og fagleg þjónusta, karakter og persónuleika gististaðarins, gæði í hlutfalli við verð, og framlagi til samfélags eða staðarins.

Fimm íslensk hótel fá Michelin lykil

Highland Base Kerlingarfjöll.
Mynd: highlandbase.is

Eins og stjörnurnar fyrir veitingastaði eru lyklar hótelheimsins tákn um framúrskarandi gæði og upplifun.  Einn lykill táknar mjög sérstaka dvöl, tveir lyklar framúrskarandi dvöl og þrír lyklar óvenjulega dvöl á heimsmælikvarða.

Í fyrstu úthlutun Michelin lykla fyrir Norðurlönd fengu alls 39 hótel viðurkenningu, þar af fjögur með tvo lykla og 35 með einn. Aðeins lítill hluti hótela sem eru á skrá hjá Michelin fá lykil, sem undirstrikar það hve einstakur árangur íslensku hótelanna er.

Fimm íslensk hótel fá Michelin lykil

The Retreat at Blue Lagoon.
Mynd: bluelagoon.com

Við óskum íslensku hótelunum sem komust á lista Michelin innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu og framlag þeirra til að gera Ísland að áfangastað á heimsmælikvarða.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið