Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fimm íslensk hótel fá Michelin lykil
-
UMI Hótel á Hvolsvelli
hotelumi.is
- UMI Hótel á Hvolsvelli
Fimm íslensk hótel hafa hlotið hina eftirsóttu Michelin lykla, nýju viðurkenningu sem Michelin Guide veitir þeim gististöðum sem skara fram úr í þjónustu, hönnun og upplifun gesta. Þetta er í fyrsta sinn sem lyklar eru veittir á Norðurlöndum og er Ísland þar í góðum hópi með fimm hótelum sem öll fengu einn lykil.
Þau eru:
- The Retreat at Blue Lagoon í Grindavík
- Hótel Rangá á Hellu
- UMI Hótel á Hvolsvelli
- Highland Base Kerlingarfjöll
- The Reykjavik EDITION í Reykjavík
Samkvæmt Michelin Guide eru hótelin sem hljóta lykil ekki aðeins staðir til að gista á, heldur hluti af ferðaupplifuninni sjálfri. Hvert þeirra hefur verið metið af sérfræðingum Michelin út frá fimm lykilþáttum: arkitektúr og innanhússhönnun, gæðum, traust og fagleg þjónusta, karakter og persónuleika gististaðarins, gæði í hlutfalli við verð, og framlagi til samfélags eða staðarins.
Eins og stjörnurnar fyrir veitingastaði eru lyklar hótelheimsins tákn um framúrskarandi gæði og upplifun. Einn lykill táknar mjög sérstaka dvöl, tveir lyklar framúrskarandi dvöl og þrír lyklar óvenjulega dvöl á heimsmælikvarða.
Í fyrstu úthlutun Michelin lykla fyrir Norðurlönd fengu alls 39 hótel viðurkenningu, þar af fjögur með tvo lykla og 35 með einn. Aðeins lítill hluti hótela sem eru á skrá hjá Michelin fá lykil, sem undirstrikar það hve einstakur árangur íslensku hótelanna er.
Við óskum íslensku hótelunum sem komust á lista Michelin innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu og framlag þeirra til að gera Ísland að áfangastað á heimsmælikvarða.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni









