Vertu memm

Eldlinan

Ferðaðist 15000 kílómetra til að borða Hákarlauggasúpu

Birting:

þann

Sverrir HalldórssonFyrst ætla ég að skella inn atriði sem ég gleymdi í síðasta pistli.
Með gáminum sem kom í byrjun September voru uggar af Hákörlum frá Íslandi og voru 2 kínverskir staðir sem prófuðu þá og buðu þeir okkur Peter að koma og smakka, 15. og 16. September og verð ég að segja að það sem kom fyrst upp í huga minn var sú staðreynd að ég hafi ferðast 15000 kílometra til þess að setjast niður og borða Hákarlauggasúpu úr íslenskum uggum og enn meiri var undrun mín þegar ég smakkaði súpuna, hún var bara góð, þrælgóð.

Síðasta hótelið var Hótel Equatorial Bangi Putrajava.  Og var  byrjað með látum, því Sepang brautin (kappaksturs) er rétt hjá og var Grand Prix mót mótorhjóla um helgina og fullt hótel.  Og þar sem það voru margir Ítalir, stungu þeir uppá að fyrir utan hefðbundna fiskrétti væri bætt við Sjáaréttapitsu, pastastöð með þrenns konar pasta og sósum með sjávarfangi og risotto með sjávarréttum og féll það í góðan jarðveg hjá mótorhjóla- köppunum.  Var gangur i þessu alla vikuna, en þetta var síðasta vikan þar sem ráðstefnur voru fyrir Ramadan föstumánuðinn hjá múslimum, en þá fasta þeir frá sólarupprás til sólseturs í heilan mánuð og eru þá veitingastaðir meira og minna tómir nema á kvöldin þá er fullur skúr eins og einhver sagði einu sinni.

Eftir kynninguna skellti ég mér til Singapore og fór ég með Lúxusrútu (tveggja hæða bíll með sæti fyrir 30 manns, allt lacy boy stólar, setustofa niðri og þjónusta um borð, drykkir og matur).
Tók ferðin 5 tíma hvora leið.  Um kvöldið þegar ég hafði snætt, ákvað ég að taka leigubíl og láta hann sýna mér það markverðasta í borginni og ekki stóð á því 2 tíma túr með leiðsögn á 2000 kr og var það mjög gaman.  Í hádeginu daginn eftir fór ég og fékk mér á Swiss hótel The Stanford, hæsta hótelbygging í Singapore.  Veitingastaðurinn á 70. hæð og barinn á 71. hæð í snúningsdæmi eins og Perlan og var viðurgjörningur frábær, semi buffet, foie gras stöð, val á súpum, aðalréttur og eftirrétta hlaðborð fyrir aðeins 95 US dollara.  Á heimleiðinni þegar við fórum i gegnum landamæri landanna, þá taldi ég rúturnar sem voru að fara í gegn á sama tíma og voru þær um 40 talsins, þannig að það er mikill umferð um landamærin.  Og í lokin þá kostaði farið með rútunni 1000 kr aðra leiðina, en flugrútan kostar 1150 aðra leiðina.

Kveðja Sverrir Halldórsson

 

Greint frá á heimasíðu KM

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið