Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fékk lifandi selorma í fiskréttinum | Ef matreiðslumenn elda fiskinn tryggilega þá skemmist hann
Þegar ég var við það að hefja upp raust mína bætti sessunauturinn hins vegar við eftirfarandi óhugnaðarupplýsingum: „Ormurinn er lifandi.“
Svona lýsir Sóley Kaldal því þegar hún og samferðamaður hennar fengu lifandi selorma í fiskréttum sem þau höfðu pantað á veitingastað í miðborg Reykjavíkur.
Selormar eru sníkjudýr sem lifa í þorski en lokahýsill þeirra og kjörlendi er hins vegar í sel. Þó svo að það sé ekkert tiltökumál að rekast á orma í fisknum og að engum verði meint af því að éta einn dauðan orm segir dýrafræðingur því hins vegar ekki eins farið þegar ormurinn er ennþá á lífi, að því er fram kemur á visir.is.
Sóley segist eftir máltíðina hafa haft samband við kokk staðarins til að ítreka atvikið.
Hann sagði að þau elduðu fiskinn við ca. 65°C en ormarnir dræpust stundum ekki fyrr en við 85°C. Þegar ég spurði af hverju þeir elduðu þá ekki fiskinn tryggilega við það hitastig sagði kokkurinn að við það myndi hann bara „skemma fiskinn,
segir Sóley.
Nánari umfjöllun á visir.is.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or7 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni1 dagur síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla