Freisting
Fékk bíl í bakaríið
Frá vettvangi
Lilja Bjarnadóttir starfsstúlka í Sveinsbakarí við Engihjalla í Kópavogi var að afgreiða mann í morgun þegar jeppi kom keyrandi inn í anddyrið. Lilju var brugðið en segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. Eigandi bílsins var umræddur maður en bíllinn er sjálfskiptur.
Þetta var algjört óhapp, enda var bílstjórinn inni að versla hjá mér þegar bíllinn hans kemur æðandi inn,“ segir Lilja í samtali við Vísi.
Hún segir bílinn vera sjálfskiptan og hann hafi farið mannlaus af stað. Hann fer þarna upp misfellu sem er fyrir utan og í raun upp í mót þar sem planið hallar aðeins og myndar upphækkun. Það hefur hægt verulega á honum annars hefði hann farið lengra inn,“ segir Lilja.
Lilja segist í fyrstu hafa haldið að einhver hefði misst eitthvað frammi á gangi. Síðan brá mér nokkuð þegar ég lít upp og sé bílinn sem þá er kominn inn í anddyrið.“
Hún segir þó mestu máli skipta að enginn hafi orðið fyrir bílnum, það hefði getað farið mun verr.
Mynd: /Gúi
Af vef Visir.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla