KM
Febrúarfundur Klúbbs matreiðslumeistara
Sæll félagi,
febrúarfundur KM, sem jafnframt er Þorrafundur, verður haldinn þriðjudaginn 3. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 19:00.
Að þessu sinni verður farið út á land, nánar tiltekið í félagsheimili Seltjarnarnes að Suðurströnd.
Það er enginn annar enn Þorraprinsinn Ísak sonur Runólfs sem töfrar fram kræsingar, sem honum er einum lagið. Það er vitaskuld Kjarnafæði sem útvegar þorramatinn á þennan fund.
![](http://www.kjarnafaedi.is/skrar/Image/kjarnafi_logo_120.jpg)
Fundurinn verður með hefðbundnu þorrasniði og er matarverðið ISK 2.500,- og er einn drykkur innifalinn (gos, bjór eða einfaldur).
Veglegur Þorra-dráttur verður í boði skemmtinefndar og margt fróðlegt sem og skemmtilegt á þennan Þorrafund.
Þorrafundarefni:
Bocuse d´Or
NKF þingið í maí.
Global Chef Challenge
Gamla eldhúsið
Nýja eldhúsið
Önnur mál
Hefðbundin kokkaklæðnaður áskillinn, hvítur jakki & svartar buxur.
kveðja
Nefndin
p.s.
heimasíðunefndin átti í miklum tölvuvandræðum, hrun hjá fleirum heldur enn bönkunum og því varð seinkun á þessu fundarboði.
Einnig er ekki víst að allir sem eru vanir að fá fundarboð hafa fengið, jafnt og einhverjir sem afskrifað hafa sig eru að fá fundarboð á nýju.
Þessu verður kippt í lag á næstu vikum.
kveðja
Heimasíðunefndin
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan