Vín, drykkir og keppni
Falsað Bordeaux-vín í umferð
Nú á dögunum handtók lögreglan í Frakklandi meira en 20 manns sem grunaðir eru um að selja hundruð þúsunda lítra af ódýru rauðvíni, markaðssett sem Bordeaux.
Ríkissaksóknari Bordeaux, Frédérique Porterie, sagði að svindlið hafi átt sér stað í matvöruverslunum í Frakklandi og öðrum löndum, þar sem vínið hafi verið afgreitt sem Bordeaux-flöskur. Þrír hinna handteknu hafa verið ákærðir fyrir skipulögð svik, glæp sem varðar hámarksfangelsi í tíu ár, að því er fram kemur á vefnum lefigaro.fr.
Glæpagengið keypti ódýrt vín frá Spáni og öðrum héruðum Frakklands og merktu flöskurnar með Bordeaux miðum í skjóli nætur. Víninu var síðan dreift og selt til kaupenda, þar á meðal matvörubúða.
Það var algjör tilviljun að upp komst um svindlið, en franska lögreglan var í miðri rannsókn á eiturlyfjasmygli, þegar hún fann falsaða merkimiða í september síðastliðnum. Síðan, í október, sáust fölsuð Bordeaux-vín í vesturhluta Frakklands, sem leiddi til þess að Bordeaux lögreglan hóf átta mánaða langa rannsókn sem náði hámarki með handtökunum sem gerðar voru í síðustu viku.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






