Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti yfir hátíðirnar viðurkenningar fyrir bestu jólaskreytingar rekstraraðila í miðborginni í ár. Fálkahúsið hlaut viðurkenningu fyrir fallegustu jólaskreytinguna en verslunin Kokka þótti skarta fegursta jólaglugganum.
Viðurkenningunni er ætlað að hvetja rekstraraðila til að skreyta hjá sér því Reykjavík er jólaborgin og skreytingar skipta miklu máli í því að skapa fallega, hlýlega og jólalega ásýnd í miðborginni.
Fálkahúsið við Hafnarstræti 1-3, þar sem Sæta svínið, Fjallkonan og Tipsy eru til húsa, varð fyrir valinu að þessu sinni fyrir sérlega fallegar skreytingar. Í rökstuðningi vegna valsins segir að hið reisulega Fálkahús í Kvosinni skíni skærar yfir jólahátíðina og myndi góðan samhljóm með skautasvellinu á Austurvelli.
„Stílhrein lýsingin dregur fram alla helstu drætti þessa fallega húss sem mun meðal annars ýta undir athygli vegfarenda á sögu og arkitektúr Kvosarinnar ásamt því að færa þeim jólin í hjarta,“
segir í umsögninni.
Bergdís Örlygsdóttir, markaðsstjóri Fálkahússins, segir frábært að fá verðlaun sem þessi.
„Við þökkum kærlega fyrir okkur,“ segir hún. „Þetta er mikil hvatning til að halda áfram að skreyta og gera fallegt í borginni okkar. Við hvetjum önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.“

Bergdís Örlygsdóttir, markaðsstjóri Fálkahússins, Eva Hrönn Guðnadóttir grafískur hönnuður hjá Kríu hönnunarstofu, Sindri Geirsson hjá Þ.B. verktökum, Bento Costa eigandi staðanna í Fálkahúsinu og Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Verslunin Kokka við Laugaveg 47 þótti eiga fallegasta jólagluggann að þessu sinni og var rökstuðningur eftirfarandi:
„Fíngerður og fagur grenihringur, risavaxið piparkökuhús og piparkökukall sem gægist út um gluggann setja einstaklega hátíðlegan svip á Laugaveg við göngugötuna og ætti að gleðja stóra sem smáa vegfarendur yfir aðventuna.”

Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku og Svava Halldórsdóttir, eigandi Listrænnar ráðgjafar, en Svava hefur séð um gluggaskreytingar Kokku í fimm ár.
Myndir: midborgin.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu







