Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fagmennska í íslenskum bakaríum
Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar í greininni „Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið“, að því er fram kemur á labak.is.
Þar er því haldið fram að bakstur í íslenskum bakaríum sé að leggjast af og flest það sem í boði sé komi tilbúið frá risafabrikkum í Evrópu og sé einfaldlega skellt í ofninn, bakað og svo selt frammi í búð.
Þetta er rangt.
Einungis örfáar tegundir af því sem boðið er upp á í bakaríum eru innfluttar, til að mynda kleinuhringir, pecanvínarbrauð og berlínarbollur.
Í flestum bakaríum er nánast allt, um 80-120 vöruliðir, framleitt á staðnum, hnoðað og hrært af fagmönnum.
Það er rétt að mikið magn af bakarísvörum er innflutt en megnið af því er selt í stórmörkuðum, á hótelum og vegasjoppum.
Rangfærslur á borð þessar koma óorði á íslenskan bakaraiðnað þar sem mikið er lagt upp úr fagmennsku, metnaði og gæðum.
Tilkynning þessi er birt á heimasíðu Landssamband bakarmeistara – LABAK.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024