Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fagmennska í íslenskum bakaríum

Birting:

þann

Bakarí

Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar í greininni „Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið“, að því er fram kemur á labak.is.

Þar er því haldið fram að bakstur í íslenskum bakaríum sé að leggjast af og flest það sem í boði sé komi tilbúið frá risafabrikkum í Evrópu og sé einfaldlega skellt í ofninn, bakað og svo selt frammi í búð.

Greinin umrædda - Fréttatíminn

Greinin umrædda.
Mynd: skjáskot af Fréttatímanum

Þetta er rangt.

Einungis örfáar tegundir af því sem boðið er upp á í bakaríum eru innfluttar, til að mynda kleinuhringir, pecanvínarbrauð og berlínarbollur.

Í flestum bakaríum er nánast allt, um 80-120 vöruliðir, framleitt á staðnum, hnoðað og hrært af fagmönnum.

Það er rétt að mikið magn af bakarísvörum er innflutt en megnið af því er selt í stórmörkuðum, á hótelum og vegasjoppum.

Rangfærslur á borð þessar koma óorði á íslenskan bakaraiðnað þar sem mikið er lagt upp úr fagmennsku, metnaði og gæðum.

Tilkynning þessi er birt á heimasíðu Landssamband bakarmeistara – LABAK.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið