Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fagmennska í íslenskum bakaríum
Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar í greininni „Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið“, að því er fram kemur á labak.is.
Þar er því haldið fram að bakstur í íslenskum bakaríum sé að leggjast af og flest það sem í boði sé komi tilbúið frá risafabrikkum í Evrópu og sé einfaldlega skellt í ofninn, bakað og svo selt frammi í búð.
Þetta er rangt.
Einungis örfáar tegundir af því sem boðið er upp á í bakaríum eru innfluttar, til að mynda kleinuhringir, pecanvínarbrauð og berlínarbollur.
Í flestum bakaríum er nánast allt, um 80-120 vöruliðir, framleitt á staðnum, hnoðað og hrært af fagmönnum.
Það er rétt að mikið magn af bakarísvörum er innflutt en megnið af því er selt í stórmörkuðum, á hótelum og vegasjoppum.
Rangfærslur á borð þessar koma óorði á íslenskan bakaraiðnað þar sem mikið er lagt upp úr fagmennsku, metnaði og gæðum.
Tilkynning þessi er birt á heimasíðu Landssamband bakarmeistara – LABAK.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir