Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fagmennska í íslenskum bakaríum
Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar í greininni „Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið“, að því er fram kemur á labak.is.
Þar er því haldið fram að bakstur í íslenskum bakaríum sé að leggjast af og flest það sem í boði sé komi tilbúið frá risafabrikkum í Evrópu og sé einfaldlega skellt í ofninn, bakað og svo selt frammi í búð.
Þetta er rangt.
Einungis örfáar tegundir af því sem boðið er upp á í bakaríum eru innfluttar, til að mynda kleinuhringir, pecanvínarbrauð og berlínarbollur.
Í flestum bakaríum er nánast allt, um 80-120 vöruliðir, framleitt á staðnum, hnoðað og hrært af fagmönnum.
Það er rétt að mikið magn af bakarísvörum er innflutt en megnið af því er selt í stórmörkuðum, á hótelum og vegasjoppum.
Rangfærslur á borð þessar koma óorði á íslenskan bakaraiðnað þar sem mikið er lagt upp úr fagmennsku, metnaði og gæðum.
Tilkynning þessi er birt á heimasíðu Landssamband bakarmeistara – LABAK.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri