Keppni
Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna verður haldin á vordögum 2024
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í sextánda sinn fagkeppni kjötiðnaðarmanna. Keppnin verður haldin á vordögum 2024.
Hverjum keppanda er heimilt að senda allt að 10 vörur til keppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.
Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2024” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Tilgreina þarf hver sé megin kjöttegund í vörunni.
Þær 5 vörur sem flest stig hafa frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara Íslands.
Vörur verða dæmdar 13. – 14. mars og verðlaunaafhending 16. mars 2024.
Þáttökugjaldið verður eins og í síðustu keppni 9.000 kr fyrir hvern keppanda og gjald fyrir hverja vöru er 4500 kr. Vörur sem vinna til verðlauna munu verða til sýnis á keppnisstað. Þar verða þær merktar keppanda, fyrirtæki og tegund verðlauna.
Keppnishluti búgreinafélaga verður líklega með svipuðu sniði og áður þ.e. lambaorðan, besta varan unnin úr svínakjöti, nautakjöti, hrossakjöti og alifuglakjöti.
Einnig eru sérstök verðlaun veitt fyrir bestu hráverkuðu vöruna. Veitt verða verðlaun fyrir besta reykta/grafna laxinn/silunginn og athyglisverðustu nýjungina.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






