Reykjavík Bar Summit
Færustu barþjónar heims keppa á Reykjavik Bar Summit 2015
Reykjavík Bar Summit er rétt handan við hornið eða 23. til 26. febrúar næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður. Kokteilmenning og áhugi hefur ekki leynt sér meðal Íslendinga og er Reykjavík Bar Summit skemmtileg viðbót við þá þróun. Um er að ræða þriggja daga viðburð þar sem barir frá Norður Ameríku og Evrópu hittast, keppa og skemmta sér. Að halda hátíðina á Íslandi er vel við hæfi þar sem við erum staðsett mitt á milli heimsálfanna tveggja.
Margir barir voru handvaldir til að taka þátt í Reykjavik Bar Summit. Þeir fóru í gegnum umsóknarferli sem tryggir að barirnir sem taka þátt séu á heimsmælikvarða og séu vel gjaldgengir í keppni sem þessa. Meirihluti baranna sem taka þátt hafa verið á listum yfir bestu bari heims ár eftir ár. Dómararnir eru ekki síðri en þar má m.a. nefna Stanislav Vadrna og Dan Priseman, báðir vel þekktir innan barheimsins.
Keppendur koma til landsins mánudaginn 23. febrúar en sama kvöld er opnun hátíðarinnar á Slippbarnum. Í kjölfarið verður stanslaus dagskrá viðburða, ferða og veisluhalda þar sem kokteilar, barmennska og gleði verða í aðalhlutverki. Ætlunin er að barþjónarnir kynnist hvor öðrum sem og upplifi landi og þjóð.
Fyrri hluti keppnin verður haldin Iðnó þriðjudaginn 24. febrúar kl 12:30 – 15:30 og seinni hlutinn miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13:00-16:00. Keppnin er opin öllum og er aðgangur öllum opinn að kostnaðarlausu en gestum gefst tækifæri á að smakka drykki og taka þátt í kosningu um besta barinn. Einnig munu aðilar frá ýmsum vínbirgjum vera á staðnum og kynna vörur sínar.
Þriðjudagskvöldið 24. febrúar verður háð einvígi milli barþjónanna frá Evrópu og Ameríku ig kallast viðburðurinn Battle of the Continents. Aðgangseyrir verður 1500 kr.- og innifalið í því eru fimm drykki sem gestir smakka til að kjósa um hvor ber sigur úr býtum, Evrópa eða Ameríka.
Einnig stendur fólki til boða að taka þátt í öllum viðburðum hátíðarinnar, þar á meðal ferðum, kvöldverðum og lokahófi. Armbönd sem veita aðgang að hátíðinni má nálgast inn á heimasíðunni www.reykjavikbarsummit.com.
Óskað er eftir skemmtilegum sjálfboðaliðum til að aðstoða við framkvæmd viðburðarins. Þú mætir, smakkar, dæmir og skemmtir þér með okkur!
Áhugasamir sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected], en þeir einstaklingar sem aðstoða við framkvæmd hátíðarinnar fá miða á aðra viðburði hennar.
Fréttatilkynning
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s