Frétt
Fær ekki leyfi fyrir hótelskipi
Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Þrír frakkar, verður ekki með á Fiskideginum mikla þetta árið og hefur ákveðið að sniðganga Dalvík endanlega eftir að hafnarstjórn Dalvíkur ákvað að veita Úlfari ekki leyfi til að reka hótelskip í höfninni.
Þetta segir Úlfar í samtali við DV en honum finnst þessi ákvörðun vægast sagt sláandi í ljósi þess að hótelskipið yrði mikil aukning við ferðaþjónustu í bænum auk þess sem fjöldi starfa hefðu fylgt rekstrinum.
Maður skilur ekki svona. Í skipinu, sem er hið glæsilegasta og var allt endurnýjað árið 2011, er 120 manna veitingastaður og 62 hótelherbergi. Við ætluðum að hafa opið allt árið en það er engin slík þjónusta á svæðinu.
Úlfar er einn af upphafsmönnum Fiskidagsins mikla og hefur í 13 ár unnið sem sjálfboðaliði við að „koma Dalvík á kortið“ með hátíðinni sem hefur vaxið fiskur um hrygg í gegnum árin.
Við erum þrír aðilar sem eigum skipið. Við byrjuðum í Hafnarfirði en þegar í ljós kom að skipið gæti ekki verið þar, vegna breytinga á höfninni, horfðum við til Dalvíkur. Ég hélt að þar ætti ég hauka í horni þar sem ég er búinn að hjálpa þeim mikið með Fiskidaginn.
Úlfar segir að sótt hafi verið um leyfi fyrir að hafa hótelskipið í höfninni á Dalvík síðasta haust. Á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku kom í ljós að ekki væri áhugi fyrir því að hafa hótelskipið í höfninni.
Þetta var endanlegt svar. Þeir sögðu að þetta myndi trufla aðra starfsemi við höfnina,
segir Úlfar og bætir við að um 15 til 30 störf hefðu skapast á svæðinu. Úlfar telur að tveir til þrír valdamiklir aðilar í bænum séu í raun þeir sem standi í vegi fyrir því að hótelskipið fái að vera í höfninni.
Það eru öfl á móti okkur, við höfum frétt af því. Ég verð því að játa mig sigraðan,
segir Úlfar í samtali við DV og bætir við að hann muni sniðganga Dalvík hér eftir.
Greint frá á dv.is
Mynd: Skjáskot af frétt á dv.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús