Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fækkun á bökurum og sífellt meira er flutt inn af brauði
Samþjöppun hefur orðið á bakkelsis markaðnum og hafa bakaríin færst á færri hendur. Þá hefur bökurum jafnframt fækkað og sífellt meira er flutt inn af brauði. Þetta er nákvæmlega sama þróun og á Norðurlöndunum að sögn framkvæmdastjóra Landssambands bakarameistara.
Fækkað um 13
Skráðum félagsmönnum í Landssambandinu hefur fækkað nokkuð á liðnum árum. Í desember 2014 voru þeir 29 talsins en í lok árs 2001 voru þeir 42. Þá voru þeir 39 í lok árs 2003. Fjöldi bakarísbúða innan félagsins hefur hins vegar verið nokkuð stöðugur í kringum sextíu og sýnir það að samþjöppun hefur orðið í greininni.
Þetta er nákvæmlega sama þróun og í nágrannalöndum okkar, bæði á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirtækjum fækkar en þau stækka og sama þróun á sér stað í öðrum greinum
, segir Ragnheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra bakarameistara í samtali við mbl.is en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






