Starfsmannavelta
Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar

Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hafði verið starfrækt síðan 1959 og var elsta starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins
„Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir.“
Skrifar Kristján Berg á facebook, betur þekktur sem Fiskikóngurinn og bætir við:
„Þegar ég byrjaði að selja fisk, rétt 18 ára gamall, voru starfandi um 30 fiskverslanir í Reykjavík. Í dag eru starfandi 6 fiskverslanir í Reykjavík.“

Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.
Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum.
„Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“
Segir Ágúst í samtali við visir.is, en persónulegar ástæður hafi einnig legið að baki þeirri ákvörðun að loka.
Myndir: facebook / Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði.

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle