Starfsmannavelta
Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar
„Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir.“
Skrifar Kristján Berg á facebook, betur þekktur sem Fiskikóngurinn og bætir við:
„Þegar ég byrjaði að selja fisk, rétt 18 ára gamall, voru starfandi um 30 fiskverslanir í Reykjavík. Í dag eru starfandi 6 fiskverslanir í Reykjavík.“
Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum.
„Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“
Segir Ágúst í samtali við visir.is, en persónulegar ástæður hafi einnig legið að baki þeirri ákvörðun að loka.
Myndir: facebook / Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin