Vertu memm

Starfsmannavelta

Fækkar um eina fiskbúð til viðbótar

Birting:

þann

Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði

Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hafði verið starfrækt síðan 1959 og var elsta starfandi fisk­búð höfuð­borgar­svæðisins

„Ég fékk þær leiðinlegu fréttir í gær að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri. Ástæðuna veit ég ekki, en þetta eru sorglegar fréttir.“

Skrifar Kristján Berg á facebook, betur þekktur sem Fiskikóngurinn og bætir við:

„Þegar ég byrjaði að selja fisk, rétt 18 ára gamall, voru starfandi um 30 fiskverslanir í Reykjavík. Í dag eru starfandi 6 fiskverslanir í Reykjavík.“

Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði

Í fiskbúðinni var meðal annars boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaður saltfiskur, svartfugl og svartfuglsegg.

Síðustu áratugina hafa feðgarnir Ágúst Tómasson og Tómas Ágústsson rekið fiskbúðina, en Tómas tók við rekstrinum af föður sínum fyrir nokkrum árum.

„Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa.“

Segir Ágúst í samtali við visir.is, en persónulegar ástæður hafi einnig legið að baki þeirri ákvörðun að loka.

Myndir: facebook / Fiskbúðin í Trönuhrauni í Hafnarfirði.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið