Markaðurinn
Expert Kæling í samstarf með Kæliþjónustu Akureyrar
Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.
Kæliþjónusta Akureyrar ehf. hefur um árabil sérhæft sig í þjónustu kæli- og frystitækja ásamt uppsetningum á varmadælum og þjónustu við bændur, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nafnið ber með sér þá hefur Kæliþjónusta Akureyrar verið með fasta starfsstöð á Akureyri en sinnt verkefnum á öllu norðurlandi.
Með kaupunum er Expert kæling að styrkja enn frekar landsdekkandi þjónustunet sitt og vöruframboð.
„Það er ánægjulegt að sjá reksturinn fara til svo traustra aðila, sem mun geta sinnt öllum viðskiptavinum Kæliþjónustunnar og veitt þeim enn betri þjónustu en áður“,
er haft eftir Bjarna Gylfasyni, fyrrum eiganda Kæliþjónustunnar, í tilkynningu.
„Með kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf. mun Expert Kæling styrkja og auka þjónustu- og vöruframboð félagsins, Kæliþjónustan og viðskiptavinir hennar eru svo sannarlega góð viðbót í hóp frábærra viðskiptavina okkar“,
er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði