Markaðurinn
Expert Kæling í samstarf með Kæliþjónustu Akureyrar
Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.
Kæliþjónusta Akureyrar ehf. hefur um árabil sérhæft sig í þjónustu kæli- og frystitækja ásamt uppsetningum á varmadælum og þjónustu við bændur, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nafnið ber með sér þá hefur Kæliþjónusta Akureyrar verið með fasta starfsstöð á Akureyri en sinnt verkefnum á öllu norðurlandi.
Með kaupunum er Expert kæling að styrkja enn frekar landsdekkandi þjónustunet sitt og vöruframboð.
„Það er ánægjulegt að sjá reksturinn fara til svo traustra aðila, sem mun geta sinnt öllum viðskiptavinum Kæliþjónustunnar og veitt þeim enn betri þjónustu en áður“,
er haft eftir Bjarna Gylfasyni, fyrrum eiganda Kæliþjónustunnar, í tilkynningu.
„Með kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf. mun Expert Kæling styrkja og auka þjónustu- og vöruframboð félagsins, Kæliþjónustan og viðskiptavinir hennar eru svo sannarlega góð viðbót í hóp frábærra viðskiptavina okkar“,
er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana