Vertu memm

Markaðurinn

Expert Kæling í samstarf með Kæliþjónustu Akureyrar

Birting:

þann

Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.

Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.

Kæliþjónusta Akureyrar ehf. hefur um árabil sérhæft sig í þjónustu kæli- og frystitækja ásamt uppsetningum á varmadælum og þjónustu við bændur, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nafnið ber með sér þá hefur Kæliþjónusta Akureyrar verið með fasta starfsstöð á Akureyri en sinnt verkefnum á öllu norðurlandi.

Með kaupunum er Expert kæling að styrkja enn frekar landsdekkandi þjónustunet sitt og vöruframboð.

„Það er ánægjulegt að sjá reksturinn fara til svo traustra aðila, sem mun geta sinnt öllum viðskiptavinum Kæliþjónustunnar og veitt þeim enn betri þjónustu en áður“,

er haft eftir Bjarna Gylfasyni, fyrrum eiganda Kæliþjónustunnar, í tilkynningu.

„Með kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf. mun Expert Kæling styrkja og auka þjónustu- og vöruframboð félagsins, Kæliþjónustan og viðskiptavinir hennar eru svo sannarlega góð viðbót í hóp frábærra viðskiptavina okkar“,

Auglýsingapláss

er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið