Markaðurinn
Expert Kæling í samstarf með Kæliþjónustu Akureyrar
Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf.
Kæliþjónusta Akureyrar ehf. hefur um árabil sérhæft sig í þjónustu kæli- og frystitækja ásamt uppsetningum á varmadælum og þjónustu við bændur, svo fátt eitt sé nefnt. Eins og nafnið ber með sér þá hefur Kæliþjónusta Akureyrar verið með fasta starfsstöð á Akureyri en sinnt verkefnum á öllu norðurlandi.
Með kaupunum er Expert kæling að styrkja enn frekar landsdekkandi þjónustunet sitt og vöruframboð.
„Það er ánægjulegt að sjá reksturinn fara til svo traustra aðila, sem mun geta sinnt öllum viðskiptavinum Kæliþjónustunnar og veitt þeim enn betri þjónustu en áður“,
er haft eftir Bjarna Gylfasyni, fyrrum eiganda Kæliþjónustunnar, í tilkynningu.
„Með kaupum á rekstri Kæliþjónustu Akureyrar ehf. mun Expert Kæling styrkja og auka þjónustu- og vöruframboð félagsins, Kæliþjónustan og viðskiptavinir hennar eru svo sannarlega góð viðbót í hóp frábærra viðskiptavina okkar“,
er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






