Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
ÉTA er nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum
Framkvæmdir standa yfir á nýjum veitingastað í Vestmannaeyjum sem hefur fengið nafnið ÉTA, en staðurinn er systur staður SLIPPSINS sem er einnig staðsettur í Vestmannaeyjum.
„Við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum og leiðbeiningum Almannavarna og því ræðst opnun aðallega á því“
segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og einn af eigendum, í tilkynningu.
„Við höfum, með pabba í algjöru fararbroti, unnið hörðum höndum í allan vetur að undirbúa þennan stað. Okkar markmið að opna ÉTA er að geta verið með heilsárs-stað í Vestmannaeyjum, eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi.“
Á ÉTA verður í boði hágæða-skyndibiti unnin úr góðu hráefni og undirbúið frá grunni á staðnum. Markmið staðarins er að hafa ekki of marga rétti á matseðlinum en þó þannig að allir eiga geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sérstaða veitingastaðarins verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir og samlokur.
Fleiri réttir verða á seðlinum, nauta mínútusteik, fiskur í orly svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt verður að sitja inni og einnig taka með í take-away, en take away kerfið verður á netinu á vefsíðu ÉTA.
Slippurinn mun halda áfram að vera einungis opinn á sumrin en ekki er vitað að svo stöddu hvenær ÉTA mun opna vegna COVID-19 faraldursins.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?