Markaðurinn
Estrella Damm og Daura Damm til Rolf Johansen & co
Rolf hefur tekið við sölu og dreifingu á hinum katalónísku bjórum frá Estrella Damm. Um er að ræða gæða Miðjarðarhafsbjór, bruggaðann síðan 1876 sem gerir hann að elsta bjórvörumerki Spánar. Estrella Damm er 4,6% að styrk, léttdrekkandi og frískandi lager á góðu verði.
Margir íslendingar þekkja hann frá ferðum sínum til Spánar enda einn af mest seldu bjórum Spánar, kærkomin sól í gleri fyrir okkur íslendinga. Einnig fæst hann áfengislaus (0,0%) og var hann valinn í hóp bestu áfengislausra bjóra heims af The Independet í samantekt þeirra árið 2016.
Estrella Damm framleiðir einnig Daura Damm, sem er í raun sami bjórinn en glúten frí útgáfa af honum og er 5,4% að styrk. Daura Damm er frábær kostur á drykkjarseðla landsins enda eftirspurn eftir slíkum bjór ávallt að aukast.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Atla Hergeirsson vörumerkjastjóra hjá Rolf á netfangið [email protected] eða í síma 821-6709.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum