Vertu memm

Keppni

Ert þú hraðasti barþjónninn á Íslandi? Skráðu þig í þessa keppni

Birting:

þann

Hraðasti barþjónninn 2023

Eins og síðustu ár þá verður keppnin um hraðasta barþjóninn haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits. Keppnin verður haldin á Sæta Svíninu, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.

Keppendur þurfa að gera 3 tegundir af drykkjum á sem skemmstum tíma. Öll tæki, tól og hráefni verða á staðnum og þurfa því keppendur ekki að koma með neitt með sér.

Dómarar verða Richard Cookson, hraðasti barþjónninn árið 2022 og Elna María Tómasdóttir, varaforseti BCI.

Skráning í keppnina fer fram með því að senda tölvupóst með nafni og vinnustað á [email protected]

ATH! Takmarkað pláss er fyrir keppendur, þannig að við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst! Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Í boði verða frábær verðlaun í fljótandi og fljúgandi formi!

Eftir keppni verður svo kveikt á Karaoke vélinni og verður sungið og dansað fram á nótt.

Allir barþjónar geta mætt og skráð sig í klúbbinn, ásamt því að taka þátt í kvöldinu.

Dagskrá kvöldsins:

18:00 – Húsið opnar, léttar veitingar og ,,mingle”
19:00 – Aðalfundur hefst (Nánar hér)
20:30 – Keppnin um hraðasta barþjóninn
22:30 – Karaoke partý

Eins og áður segir þá fer herlegheitin fram á Sæta Svíninu, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 18:00.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið