Frétt
Ert þú áhugasamur ungkokkur?
Stofnað hefur verið nýtt félag innan klúbbs matreiðslumeistara og ber það nafnið Ungkokkar KM. Markmið klúbbsins er að efla unga matreiðslumenn og nema, fara í ungkokka keppnir erlendis og bara almenn matargleði.
Í erlendum matreiðslukeppnum sem snúa að ungkokkum eru oft aldurstakmörk en að sjálfsögðu er öllum matreiðslunemum frjálst að sækja um og vera með í öðrum hlutum sem snúa að hreyfingunni.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um en allar umsóknir verða skoðaðar og þeim svarað.
Fullum trúnaði er heitið!
Eftirfarandi kröfur gagnvart umsækjendum eru:
- Vera matreiðslumaður eða á samningi sem matreiðslunemi
- Hafa mikinn áhuga á matreiðslu og því sem henni tengist.
- Hafa gott orðspor í bransanum.
- Hafa 100% uppáskrifað samþykki vinnuveitanda.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, vinnustaður, staða í námi og svo má auðvita skrifa eitthvað skemmtilegt líka.
Áhugasamir sendið umsóknir ykkar á eftirfarandi veffang [email protected]
Umsóknir skulu berast fyrir 17. september 2009. Endilega verið dugleg að segja félögum ykkar í vinnunni og skólanum frá þessari nýju spennandi ungkokka hreyfingu.
Virðingarfyllst
Fyrir hönd KM og Ungkokka KM
Hrefna Rósa Sætran
Mynd: Guðjón Steinsson
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir