Frétt
Ert þú áhugasamur ungkokkur?
Auglýsing frá Klúbbi matreiðslumeistara
Nú er komið að því að taka inn nýja félaga í Ungkokka Íslands sem starfa undir Klúbbi matreiðslumeistara.
„Tilgangur félagsins er að efla rótina hjá efnilegum, hugsandi fagmönnum og framtíðarfólki matreiðslunnar á Íslandi. Markmið félagsins eru að skapa góðan grundvöll fyrir því að á næstu árum eigi Ísland eina efnilegustu ungkokka á heimsvísu, sem að skilar sér í hróðri og fagmennsku í matarmenningu á Íslandi.“
Stefnt er að stórmóti fljótlega á árinu 2011. Auk þess fá ungkokkar tækifæri á því að vinna með landsliðsmönnunum okkar sem er ómetanleg og dýrmæt reynsla.
Í erlendum matreiðslukeppnum sem snúa að ungkokkum eru oft aldurstakmörk en að sjálfsögðu er öllum matreiðslumönnum og matreiðslunemum frjálst að sækja um og vera með í öðrum hlutum sem snúa að hreyfingunni. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um en allar umsóknir verða skoðaðar og þeim svarað.
Fullum trúnaði er heitið!
Eftirfarandi kröfur gagnvart umsækjendum eru:
Vera matreiðslumaður eða á samningi sem matreiðslunemi
Hafa mikinn áhuga á matreiðslu og því sem henni tengist.
Hafa gott orðspor í bransanum.
Hafa 100% uppáskrifað samþykki vinnuveitanda.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, vinnustaður, staða í námi og svo má auðvitað skrifa eitthvað skemmtilegt líka.
Áhugasamir sendið umsóknir ykkar á eftirfarandi netfang [email protected]
Umsóknir skulu berast fyrir 5. september 2010. Endilega verið dugleg að segja félögum ykkar í vinnunni og skólanum frá þessari spennandi ungkokka hreyfingu.
Virðingarfyllst
Fyrir hönd Ungkokka Íslands
Bjarni Siguróli Jakobsson
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






