Frétt
Er verið að selja þér rækjur á fáránlegu verði? Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
Baldvin Þór Bergþórsson, verkefnisstjóri rækjuvinnslunnar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að upp hafi komist um þjófnaðinn á laugardagsmorgun. Lás hafi verið brotinn á frystigámi og rækjurnar horfnar.
Hann áætlar að „götuvirði“ rækjanna sé í kringum 5 til 6 milljónir. „Þetta er svolítið mikið,“ segir Baldvin.
Rækjurnar eru pakkaðar í tíu kílóa kassa.
Þeir sem vita einhverjar upplýsingar um þetta mál, að vinsamlegast hafa samband við lögregluna á Norðurlandi vestra.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta