Frétt
Er verið að selja þér rækjur á fáránlegu verði? Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
Baldvin Þór Bergþórsson, verkefnisstjóri rækjuvinnslunnar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að upp hafi komist um þjófnaðinn á laugardagsmorgun. Lás hafi verið brotinn á frystigámi og rækjurnar horfnar.
Hann áætlar að „götuvirði“ rækjanna sé í kringum 5 til 6 milljónir. „Þetta er svolítið mikið,“ segir Baldvin.
Rækjurnar eru pakkaðar í tíu kílóa kassa.
Þeir sem vita einhverjar upplýsingar um þetta mál, að vinsamlegast hafa samband við lögregluna á Norðurlandi vestra.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill