Frétt
Er verið að selja þér rækjur á fáránlegu verði? Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
Baldvin Þór Bergþórsson, verkefnisstjóri rækjuvinnslunnar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að upp hafi komist um þjófnaðinn á laugardagsmorgun. Lás hafi verið brotinn á frystigámi og rækjurnar horfnar.
Hann áætlar að „götuvirði“ rækjanna sé í kringum 5 til 6 milljónir. „Þetta er svolítið mikið,“ segir Baldvin.
Rækjurnar eru pakkaðar í tíu kílóa kassa.
Þeir sem vita einhverjar upplýsingar um þetta mál, að vinsamlegast hafa samband við lögregluna á Norðurlandi vestra.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






