Frétt
Er verið að selja þér rækjur á fáránlegu verði? Bíræfnir þjófar stálu tveimur tonnum af rækjum
Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar býsna bíræfinn þjófnað en tveimur tonnum af rækjum var stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga, um helgina.
Baldvin Þór Bergþórsson, verkefnisstjóri rækjuvinnslunnar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að upp hafi komist um þjófnaðinn á laugardagsmorgun. Lás hafi verið brotinn á frystigámi og rækjurnar horfnar.
Hann áætlar að „götuvirði“ rækjanna sé í kringum 5 til 6 milljónir. „Þetta er svolítið mikið,“ segir Baldvin.
Rækjurnar eru pakkaðar í tíu kílóa kassa.
Þeir sem vita einhverjar upplýsingar um þetta mál, að vinsamlegast hafa samband við lögregluna á Norðurlandi vestra.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni1 dagur síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






