Smári Valtýr Sæbjörnsson
Er þetta löglegt? Bjóða ferðamönnum heim í mat gegn greiðslu
Í frétt í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fimm nemendur á fyrsta ári í Háskólanum í Reykjavík með viðskiptahugmynd um að bjóða upp á mat í heimahúsi gegn greiðslu.
Nemendurnir nota airbnb.com sem fyrirmynd, en verkefnið er fyrst og fremst með erlenda ferðamenn í huga, þó er líka opið fyrir íslenska matargesti.
Uppfært:
Sjá einnig: Ekkert ólöglegt – Maturinn verður eldaður í viðurkenndu eldhúsi
Samkvæmt lögum er þetta bannað, nema ef um góðgerðarmálefni er að ræða, en
lögin segja m.a. til um:
9.2. Einkaeldhús sem matvælastarfsemi undir smáræðismörkum
Í einkaeldhúsum getur farið fram starfsemi, sem fellur undir smáræðismörkin, eða þau geta verið hluti af slíkri starfsemi. Þetta gildir t.d. í sambandi við fjáröflun í góðgerðaskyni:
- Sala á heimatilbúinni sultu frá söluborði vegna fjáröflunar fyrir ungmennafélag.
- Bakstur í litlu magni í einkaeldhúsi sem er ætlað til sölu á kökubasar til styrktar kvenfélaginu á staðnum.
- Fjáröflun í skóla, sem selja bollur sem foreldrar barna í 6. bekk hafa bakað til að safna fé vegna sumarferðar.
Einstakir neytendur eiga að geta séð hvort matvæli sem þeir kaupa eða veita viðtöku, koma frá matvælafyrirtækjum sem hafa starfsleyfi eða hvort um er að ræða matvæli sem eru seld eða afhent frá einkaaðilum eða frá matvælastarfsemi sem er undir smáræðismörkum. Meginreglan er sú að vörur sem eru framleiddar hjá aðila undir smáræðismörkum – þ.á m. einkaeldhúsum – eru ekki seldar frá stöðum, sem hafa yfirbragð eiginlegra verslana. T.d. má blómasali, sem útbýr blómakörfu með smákökum og sultu, ekki nota kökur og sultur frá aðila sem er undir smáræðismörkum og heldur ekki kökur og sultu sem er búin til í einkaeldhúsi blómasalans.
Þegar neytandi kaupir tilbúnar vörur í verslun, á hann að geta gert ráð fyrir, að þær vörur sem hann kaupir, séu frá fyrirtækjum sem eru undir reglubundnu opinberu eftirliti.
9.3. Ábyrgð neytenda
Um leið og neytandi tekur ákvörðun um að kaupa matvæli frá aðila sem ekki hefur starfsleyfi tekur hann ábyrgð á því. Þar sem starfsemin er ekki með leyfi og reglubundið opinbert eftirlit fer ekki fram er framleiðandinn sjálfur alfarið ábyrgur fyrir sinni vöru og neytandinn fyrir neyslu hennar. Ef neytandinn telur sig hafa veikst eftir neyslu slíkra matvæla er möguleiki á að höfða einkamál gagnvart þeim aðila sem seldi honum matvælin. Neytandi á að geta spurt um innihaldsefni þeirra matvæla sem eru á boðstólum. Þeir sem eru með alvarlegt ofnæmi eða óþol gagnvart t.d hnetum eða eggjum verða alltaf sjálfir að meta hvort slíkum upplýsingum sé treystandi.
Uppfært:
Sjá einnig: Ekkert ólöglegt – Maturinn verður eldaður í viðurkenndu eldhúsi
Mynd: skjáskot af frétt í Morgunblaðinu í dag.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







