Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er þetta dýrasti hamborgari Íslandssögunnar? – Wagyu hamborgari með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði
„Stundum langar manni að gera eitthvað nýtt og spennandi, aðeins að hræra í hlutunum til að festast ekki í sama farinu. Tilgangurinn var að búa til dýrasta borgara sem sést hefur á matseðli hér á landi og láta gott af sér leiða í leiðinni.
Allur ágóði af þessum borgara mun renna í góðgerðarmálefni sem viðskiptavinurinn velur.“
Segir Hjalti Vignis, einn eiganda 2Guys á Laugaveginum, í tilkynningu.
Nýi hamborgarinn heitir Jay-Z og inniheldur dýrari týpunni af Wagyu A5 kjöti, djúpsteiktan kóngakrabba, hráskinku, vískí gljáa úr taðreyktu íslensku Flóka viskíinu Loga, handgerðan reyktan íslenskan cheddar ost frá Ostakjallaranum, salat, pikklaðan tómat og 2Guys sósuna að sjálfsögðu.
Þetta er innpakkað með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði, sérbakað af Henry hjá Reyni bakara.
Með þessu er drukkið Bollinger kampavín.
Það þarf að panta herglegheitin með lágmark tveggja daga fyrirvara og verðið er 59.990 kr.-
Myndir: Heida HB photography
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita