Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er þetta dýrasti hamborgari Íslandssögunnar? – Wagyu hamborgari með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði
„Stundum langar manni að gera eitthvað nýtt og spennandi, aðeins að hræra í hlutunum til að festast ekki í sama farinu. Tilgangurinn var að búa til dýrasta borgara sem sést hefur á matseðli hér á landi og láta gott af sér leiða í leiðinni.
Allur ágóði af þessum borgara mun renna í góðgerðarmálefni sem viðskiptavinurinn velur.“
Segir Hjalti Vignis, einn eiganda 2Guys á Laugaveginum, í tilkynningu.
Nýi hamborgarinn heitir Jay-Z og inniheldur dýrari týpunni af Wagyu A5 kjöti, djúpsteiktan kóngakrabba, hráskinku, vískí gljáa úr taðreyktu íslensku Flóka viskíinu Loga, handgerðan reyktan íslenskan cheddar ost frá Ostakjallaranum, salat, pikklaðan tómat og 2Guys sósuna að sjálfsögðu.
Þetta er innpakkað með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði, sérbakað af Henry hjá Reyni bakara.
Með þessu er drukkið Bollinger kampavín.
Það þarf að panta herglegheitin með lágmark tveggja daga fyrirvara og verðið er 59.990 kr.-
Myndir: Heida HB photography
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa







