Viðtöl, örfréttir & frumraun
Er þetta dýrasti hamborgari Íslandssögunnar? – Wagyu hamborgari með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði
„Stundum langar manni að gera eitthvað nýtt og spennandi, aðeins að hræra í hlutunum til að festast ekki í sama farinu. Tilgangurinn var að búa til dýrasta borgara sem sést hefur á matseðli hér á landi og láta gott af sér leiða í leiðinni.
Allur ágóði af þessum borgara mun renna í góðgerðarmálefni sem viðskiptavinurinn velur.“
Segir Hjalti Vignis, einn eiganda 2Guys á Laugaveginum, í tilkynningu.
Nýi hamborgarinn heitir Jay-Z og inniheldur dýrari týpunni af Wagyu A5 kjöti, djúpsteiktan kóngakrabba, hráskinku, vískí gljáa úr taðreyktu íslensku Flóka viskíinu Loga, handgerðan reyktan íslenskan cheddar ost frá Ostakjallaranum, salat, pikklaðan tómat og 2Guys sósuna að sjálfsögðu.
Þetta er innpakkað með 24 karata gullhúðuðu kampavínsbrauði, sérbakað af Henry hjá Reyni bakara.
Með þessu er drukkið Bollinger kampavín.
Það þarf að panta herglegheitin með lágmark tveggja daga fyrirvara og verðið er 59.990 kr.-
Myndir: Heida HB photography
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla