Smári Valtýr Sæbjörnsson
Er Myllan að blekkja neytendur?
Nýtt hamborgarabrauð er að koma í búðir þessa dagana. Þetta er nýjung frá Myllunni sem byggir á aldagamalli hefð og er með djúpar rætur í evrópskri matarmenningu. Brauðin heita Brioche. Þau byggja á um 600 ára gamalli franskri hefð í bakstri og eru dúnmjúk og yndisleg.
Svona hefst tilkynning á vefsíðu Myllunnar um nýju brauðvöruna Brioche.
Það sem vekur athygli er uppskriftin sjálf á Brioche deiginu, en þar er m.a. notað hráefni sem er ekki í takt við upprunalegu uppskriftina.
Í facebook grúppu fagmanna í veitingabransanum hefur skapast mikil umræða um innihaldið á Brioche deigi Myllunnar síðustu daga. Fagmenn eru lítt hrifnir af því að Myllan hafi breytt uppskriftinni og skipt smjöri út fyrir smjörlíki og eggjum út fyrir eggjaduft sem ekki er samkvæmt hinni 600 ára gamalli frönsku hefð í bakstri sem auglýst er.
Í bíblíu fagmanna Larousse Gastronomique kemur skýrt fram innihaldið á Brioche deiginu er smjör, ger, vatn, salt, sykur, mjólk, hveiti og egg.
Ef annað hráefni er notað þá er ekki hægt að skíra deigið Brioche.
Myllan auglýsir heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag og það sem vekur athygli er að innihaldslýsingin er ekki sú sama og á pakkningunni sem seld er í búðum í dag, en þar hefur smjörlíkinu meðal annars verið breytt í smjör.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026