Vertu memm

Freisting

Er Jamie Oliver að fara opna Mexikóskan veitingastað?

Birting:

þann

Íslandsvinurinn frægi Jamie Oliver sem opnaði meðal annars í fyrra Ítalska veitingahúsakeðju er greinilega með nýtt „consept“ í gangi.

Á matreiðslurásinni Channel 4 hefur Jamie margoft sagt að innblástur sækir hann af ferðalögum sínum, en Jamie var í viðtalsþætti Jonathan Ross síðastliðin annann föstudag, þar sem Jamie sagði meðal annars að hann væri með á áætlun að opna nýjan veitingastað á næsta ári.

(3:00): „Í febrúar á næsta ári er stefnan tekin á lítið veitingahús þar sem áherslan verður lögð á grill ofl. með sveiflu frá Suður-Ameríku“ sagði Jamie í viðtalinu.

Í gærmorgun mátti hlusta í morgunútvarpinu Heart Breakfast þar sem Jamie sagðist elska mexíkóskan mat sem er í boði í Bandaríkjunum og sagði í beinu framhaldi: „In England we don’t do Mexican food at all or we do it really badly.“

Gæti verið að þetta litla veitingahús sem Jamie stefnir á að opna í febrúar á næsta ári, verði Mexikóskur veitingastaður?

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið