Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Enn stefnt á hótelbyggingu á Sjallareitnum
Stefnt er að því að hótel muni rísa á Sjallareitnum á Akureyri á næstu tveimur árum. Þetta segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, við fyrirspurn blaðsins Vikudagur. Áætlað var að hefja framkvæmdir árið 2017 og opna árið 2019.
Lítið hefur hins vegar frést af fyrirhugaðri hótelbyggingu á Sjallanum og hvort yrði af framkvæmdinni. Segir Davíð Torfi að framkvæmdum hafi seinkað en til standi ennþá að reisa þar hótel,
„ef allt gengur eftir,“
segir Davíð Torfi í samtali við vikudagur.is
Íslandshótel sömdu við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela.
Mynd: facebook / Sjallinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024