Markaðurinn
Eliza Reid forsetafrú afhenti Íslensku lambakjötsverðlaunin
Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í fjórða sinn við hátíðlega athöfn síðdegis í dag, en það er Markaðsstofan Icelandic Lamb sem veitir veitingastöðum sem skarað hafa fram úr á liðnu ári viðurkenningarnar.
Horft var til framreiðslu staðanna á íslensku lambakjöti og áherslu þeirra á matseðli og markaðssetningu.
Eliza Reid, forsetafrú, ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar, sem í ár var skipt í þrjá flokka en með þeirri skiptingu var tryggt að flóra íslenskra veitingahúsa endurspeglist í hópi viðurkenningahafa.
Flokkarnir þrír voru; Sælkeraveitingastaðir (fine dining), Bistro og Götumat (casual dining).
Viðurkenningu í ár hlutu eftirfarandi staðir:
Sælkeraveitingastaðir
Geysir Hótel Restaurant
Hver Restaurant
Silfra Restaurant
Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið.
Bistro
Heydalur
KK Restaurant
Mímir
Einnig voru tilnefnd: Lamb Inn og Forréttabarinn.
Götumatur
Fjárhúsið
Lamb Street Food
Le Kock
Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food.
Um 180 veitingastaðir eru í samstarfi við Icelandic Lamb um notkun á félagamerki við kynningu og markaðssetningu á íslensku lambakjöti og lyfta upp sérstöðu þessarar gæðavöru. Frú Eliza Reed forsetafrú ávarpaði gesti og fagnaði hún þeim árangri sem náðst hefur i markaðssetningu á Íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu.
Hún sagði að hægt væri að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23% aukningu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti. Hún minnti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis,
„Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt,“
sagði Frú Eliza Reid forsetafrú í ávarpi sínu.
Í ár sátu Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson í dómnefnd, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu, nálgun þeirra að lambakjöti, og hráefnaval.
Mynd: aðsend
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000