Vertu memm

Frétt

Elís Árnason stígur fram. Segir frá deilum um sölu Adesso og Sport & Grill

Birting:

þann

Helgi Magnús Hermansson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason.

Helgi Magnús Hermansson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason.
Mynd: facebook / Elís Árnason

Elís Árnason, einn af fyrrum eigendum Café Adesso og Sport & Grill, greinir nú opinberlega frá áhyggjum sínum vegna viðskipta sem fóru fram sumarið 2024. Í færslu sem hann birti á Facebook segir hann frá söluferli sem hófst í ágúst sama ár þegar skrifað var undir samninga um sölu beggja staðanna. Kaupendur voru félag í eigu HMH ehf., tengt rekstraraðilum TGI Fridays, og fór kaupin í gegnum Fasteignasöluna Bæ.

Elís segir að Stefán Antonsson fasteignasali hafi nálgast sig með erindið og að sölulaunin hafi verið greidd út strax, en að samskipti eftir það hafi verið lítil sem engin. Hann bendir á að fasteignasali eigi samkvæmt lögum að gæta hagsmuna beggja aðila, seljenda og kaupenda, en að sú faglega umgjörð hafi ekki staðist í þessu tilfelli.

Samkvæmt frásögn Elísar átti kaupverðið að greiðast að fullu þann 9. desember 2024. Það gekk ekki eftir og segir hann að seljendur hafi sýnt mikinn þolinmæði í von um að greiðslur skiluðu sér. Hann fullyrðir að kaupendur hafi lofað úrbótum ítrekað, en þær hafi ekki orðið að veruleika. Aðeins lítill hluti kaupverðs sé greiddur og telur hann nú ólíklegt að eftirstöðvar muni berast. Seljendur hyggjast þó elta kröfur bæði á félagið og rekstraraðila persónulega.

Elís áréttar að báðir veitingastaðirnir hafi verið afhentir 5. september 2024 í góðum rekstri með öllum skuldbindingum í skilum. Hann hafi sjálfur hætt alfarið í rekstri sama dag. Café Adesso hafi skilað stöðugum hagnaði í 22 ár, jafnvel á tímum heimsfaraldursins án nokkurs stuðningslána. Sport & Grill hafi skilað 35 milljóna króna EBITDA hagnaði árið 2023 og 17,7 milljónum fyrstu sex mánuði ársins 2024. Hann segir að eftir yfirtökuna hafi reksturinn fallið hratt og staðirnir verið komnir að gjaldþroti á innan við ári.

Í færslunni nefnir hann einnig önnur félög á vegum rekstraraðilanna sem hafi farið í þrot eða séu á leiðinni í þrot, þar á meðal Tankurinn ehf., Veislan og Grillhúsið. Þá bendir hann á að TGI Fridays hafi verið rekið á kennitölu Sport & Grill.

Á sama tíma, segir Elís, hafi einn af rekstraraðilunum fjárfest í fasteign á Akureyri þar sem unnið er að opnun líkamsræktarstöðvar. Hann hvetur bæjarbúa til að sýna varfærni gagnvart slíkum viðskiptaháttum og segir vilja koma þessum upplýsingum á framfæri til að vara fólk við.

Elís Árnason hefur búið á Spáni síðastliðin tvö ár þar sem hann starfar við fasteignasölu fyrir Íslendinga. Hann segir að margir hafi hvatt hann til að stíga fram og skýra stöðuna opinberlega.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið