Keppni
Elias sigraði heimsmeistarakeppni í súkkulaðigerð – Enginn Íslendingur tók þátt í ár
Í síðustu viku fór fram heimsmeistarakeppnin í súkkulaðigerð World Chocolate Master (WCM) í París. Það að komast í sjálfa úrslitakeppnina er langt ferli, en 20 þjóðir halda undankeppni í sínu landi frá janúar 2017 til janúar 2018.
Sigurvegarar í hverju landi kepptu síðan núna í lokakeppninni sem er stærsta einstaklingskeppni í súkkulaðigerð.
Hver keppandi gerði konfekt, sýningarstykki og súkkulaðistyttu.
Það var matreiðslumaðurinn Elias Läderach frá Sviss sem sigraði í ár eftir harða keppnin, en í úrslitunum kepptu 10 þjóðir. Í öðru sæti var Yoann Laval frá Frakklandi og í þriðja sæti var bandaríkjamaðurinn Florent Cheveau.
„You are the Usain bolt of chocolate: super focused, super technical, with extreme precision and dedication. Your attention to detail is second nature. Overall amazing, clean, sharp, with a perfect performance.“
Sagði einn af dómurunum í keppninni um Elias.
Í úrslitunum voru eftirfarandi þjóðir:
- Akihiro Kakimoto – Japan
- Barry Johnson – Bretland
- Desmond Lee – Singapúr
- Elias Läderach – Sviss
- Eun-Hye Kim – Kórea
- Florent Cheveau – Bandaríkin
- Jurgen Baert – Belgía
- Michal Iwaniuk – Pólland
- Tor Stubbe – Danmörk
- Yoann Laval – Frakkland
Vídeó
Elias Läderach í World Chocolate Master:
Enginn Íslendingur tók þátt í ár
Enginn Íslendingur tók þátt í ár en keppnin hefur verið haldin frá árinu 2005 og hafa þrír íslendingar tekið þátt. Keppnin er haldin annað hvert ár.
Karl Viggó Vigfússon bakari tók þátt í keppninni árið 2005, Ásgeir Sandholt bakari keppti árið 2011 og Stefán Hrafn Sigfússon bakari keppti í undankeppni árið 2015.
Hafliði Ragnarsson bakari og konditor hefur verið dómari í nokkrum keppnum.
Ásgeir Sandholt hefur náð lengst af Íslenskum fagmönnum, en hann lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters árið 2011 og var einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Með fylgir brot úr heimildamynd um Ásgeir Sandolt í WCM, sem sýnd var á RÚV:
Myndir: facebook / World Chocolate Masters
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025








