Frétt
Eldum rétt kvartar yfir nafni Eldum strax
Lögfræðingur Eldum rétt hefur sent Eldum strax kvörtunarbréf þar sem þeir gera Eldum strax að sök að hafa brotið á vörumerkjaréttindum í eigu Eldum rétt ehf. og lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, að því er fram kemur á ruv.is.
Krafa er gerð um að Heimkaup hætti án tafar að nota auðkennið Eldum strax. Bréf sama efnis hefur einnig verið sent á framkvæmdastjóra Einn, tveir og elda ehf. Öll fyrirtækin bjóða upp á sams konar þjónustu, sala á tilbúnum matarpökkum ætluðum til eldunar heima.
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri Heimkaupa og Eldum strax, segir í samtali við fréttastofu ruv.is að hann telji að rétturinn sé þeirra megin og að erfitt verði fyrir Eldum rétt að fá þetta í gegn.
„Það er ekki hægt að halda því fram að „elda“ megi ekki koma fyrir í neinu núna sérstaklega þegar það er verið að bjóða þjónustu sem snýr að því að elda,“
segir Guðmundur í samtali við ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla