Frétt
Eldum rétt kvartar yfir nafni Eldum strax
Lögfræðingur Eldum rétt hefur sent Eldum strax kvörtunarbréf þar sem þeir gera Eldum strax að sök að hafa brotið á vörumerkjaréttindum í eigu Eldum rétt ehf. og lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, að því er fram kemur á ruv.is.
Krafa er gerð um að Heimkaup hætti án tafar að nota auðkennið Eldum strax. Bréf sama efnis hefur einnig verið sent á framkvæmdastjóra Einn, tveir og elda ehf. Öll fyrirtækin bjóða upp á sams konar þjónustu, sala á tilbúnum matarpökkum ætluðum til eldunar heima.
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri Heimkaupa og Eldum strax, segir í samtali við fréttastofu ruv.is að hann telji að rétturinn sé þeirra megin og að erfitt verði fyrir Eldum rétt að fá þetta í gegn.
„Það er ekki hægt að halda því fram að „elda“ megi ekki koma fyrir í neinu núna sérstaklega þegar það er verið að bjóða þjónustu sem snýr að því að elda,“
segir Guðmundur í samtali við ruv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






