Vertu memm

Freisting

Eldum íslenskt

Birting:

þann


Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu og Gunnar Karl á Dilli

Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið „Eldum íslenskt“. Sýningar byrja á mánudaginn kemur á vef Morgunblaðsins og á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Alls bárust rúmlega 60 tillögur um nafn á þáttinn frá lesendum Bændablaðsins.

Í fréttatilkynningunni segir að í þáttunum verður höfuðáhersla lögð á íslenskt hráefni úr sveitinni og rammíslenskar eldunaraðferðir. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög. Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir.

Meðal kokka sem koma við sögu eru þau Gunnar Karl á Dilli, Þráinn Freyr á Grillinu, Jóhannes á Vox og Hrefna Sætran á Fiskmarkaðnum auk þaulreyndra manna úr Hótel- og veitingaskólanum. Farið verður í heimsókn í sveitina og spjallað við bændur um framleiðsluna auk þess sem kennd verða undirstöðuatriði við meðhöndlun ýmissa búvara, s.s. úrbeining kjöts og geymsla grænmetis. Ýmsir þjóðþekktir viðmælendur koma í þættina í stuttum innslögum og deila reynslu sinni af íslenskum mat með áhorfendum. Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.

Þættirnir verða sýndir vikulega í sumar og haust á mbl.is og á sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 20:00 á mánudagskvöldum auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða. Þeir eru hver um sig 20 mínútna langir og verða alls 20 talsins.

/Smári

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið