Freisting
Eldum íslenskt
Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu og Gunnar Karl á Dilli
Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið Eldum íslenskt. Sýningar byrja á mánudaginn kemur á vef Morgunblaðsins og á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Alls bárust rúmlega 60 tillögur um nafn á þáttinn frá lesendum Bændablaðsins.
Í fréttatilkynningunni segir að í þáttunum verður höfuðáhersla lögð á íslenskt hráefni úr sveitinni og rammíslenskar eldunaraðferðir. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög. Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir.
Meðal kokka sem koma við sögu eru þau Gunnar Karl á Dilli, Þráinn Freyr á Grillinu, Jóhannes á Vox og Hrefna Sætran á Fiskmarkaðnum auk þaulreyndra manna úr Hótel- og veitingaskólanum. Farið verður í heimsókn í sveitina og spjallað við bændur um framleiðsluna auk þess sem kennd verða undirstöðuatriði við meðhöndlun ýmissa búvara, s.s. úrbeining kjöts og geymsla grænmetis. Ýmsir þjóðþekktir viðmælendur koma í þættina í stuttum innslögum og deila reynslu sinni af íslenskum mat með áhorfendum. Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.
Þættirnir verða sýndir vikulega í sumar og haust á mbl.is og á sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 20:00 á mánudagskvöldum auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða. Þeir eru hver um sig 20 mínútna langir og verða alls 20 talsins.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé