Freisting
Eldum íslenskt

Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu og Gunnar Karl á Dilli
Bændur hafa slegist í hóp með þekktustu matreiðslumönnum landsins við gerð matreiðsluþátta sem hlotið hafa heitið Eldum íslenskt. Sýningar byrja á mánudaginn kemur á vef Morgunblaðsins og á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Alls bárust rúmlega 60 tillögur um nafn á þáttinn frá lesendum Bændablaðsins.
Í fréttatilkynningunni segir að í þáttunum verður höfuðáhersla lögð á íslenskt hráefni úr sveitinni og rammíslenskar eldunaraðferðir. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu, sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög. Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir.
Meðal kokka sem koma við sögu eru þau Gunnar Karl á Dilli, Þráinn Freyr á Grillinu, Jóhannes á Vox og Hrefna Sætran á Fiskmarkaðnum auk þaulreyndra manna úr Hótel- og veitingaskólanum. Farið verður í heimsókn í sveitina og spjallað við bændur um framleiðsluna auk þess sem kennd verða undirstöðuatriði við meðhöndlun ýmissa búvara, s.s. úrbeining kjöts og geymsla grænmetis. Ýmsir þjóðþekktir viðmælendur koma í þættina í stuttum innslögum og deila reynslu sinni af íslenskum mat með áhorfendum. Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.
Þættirnir verða sýndir vikulega í sumar og haust á mbl.is og á sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 20:00 á mánudagskvöldum auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða. Þeir eru hver um sig 20 mínútna langir og verða alls 20 talsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um





