Keppni
Eldrauða barþjónakeppnin fer fram á þriðjudag
Barþjónakeppnin Campari Red Hands fer fram á Petersen svítunni næsta þriðjudag þar sem topp 10 barþjónar stíga á bakvið barinn með keppnisdrykkinn sem er undir áhrifum Negroni. Barþjónar sendu í vor uppskrift og myndband á keppnissíðuna þar sem tíu bestu voru valdir til að keppa um titilinn.
Sigurvegarinn fær 1000 evrur og fer til London í haust og keppir við bestu barþjóna víðsvegar frá Evrópu. Ísland tekur þátt annað hvert ár og árið 2022 vann Alli frá Kol – Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson.
Dómnefndin er ekki af verri endanum! Tveir erlendir dómarar frá Campari: Keivan Nemati, Brand Ambassador og Chris Dennis, Campari Academy Ambassador UK og er romm- og viskí sérfræðingur. Hinir tveir í dómnefnd eru landsþekktir hristarar: Fannar Logi Jónsson sterkvínssérfræðingur Ölgerðarinnar og Sævar Helgi Örnólfsson frá Tipsý. Kynnar keppninnar eru Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri Campari og Ívan Svanur Corvasce, skólastjóri Kokteilaskólans og eigandi Reykjavík Cocktails.
Keppnin byrjar kl.14 og hvetjum við fólk til að mæta og hvetja áfram barþjónana.
Eftir keppni verður grillið verður í gangi, geggjuð tilboð og DJ Margeir heldur stuðinu gangandi.
Námskeið: Vísindin á bakvið bragð kokteila
Keivan Nemati er með Master Class á miðvikudag á Tipsý þar sem fjallað verður um Vísindin á bakvið bragð kokteila. Keivan er með áhugaverðan bakgrunn og á rætur að rekja til The Drink Factory í London árið 2009, sem voru fyrstir að nota rannsóknarbúnað í kokteilgerð og brautryðjandi afl á bakvið margverðlaunaða bari s.s The Zetter Townhouse, Bar Termini, 69 Colebrook Row og Untitled Bar.
Árið 2017 hóf Keivan fullt nám í ilmvöru- og lyktarfræðum við Perfumery Art School UK og jók enn frekar sérþekkingu sína á ilmum og bragði. Einstök færni sem hefur nýst við skapandi gerð kokteila ásamt því að þróa og þjálfa barþjóna og fagfólk í bragðiðnaðinum um alla Evrópu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?