Starfsmannavelta
El Faro á Garðskaga skellir í lás
Spænski veitingastaðurinn El Faro á Garðskaga lokar fyrir fullt og allt í lok september vegna breyttra aðstæðna.
Staðurinn opnaði í apríl í fyrra og naut mikilla vinsælda strax frá opnun þess. El Faro hefur boðið upp á bragðgóðan spænskan og Miðjarðarhafsmat og Tapas með fersku íslensku hráefni og er allt unnið frá grunni.
Tilkynningin frá El Faro:
Kæru viðskiptavinir!
Við höfum nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka El Faro í lok september vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri og erum við afar þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum, starfsfólki og velunnurum El Faro fyrir viðskiptin, hlýjuna og góð samskipti á þessu eina og hálfa ári sem við höfum haft opið.Við hvetjum alla þá sem eiga gjafabréf hjá okkur að nýta þau sem allra fyrst. Við munum tilkynna um nákvæma lokunardagsetningu þegar nær dregur. Nú fer hver að verða síðastur til að kíkja á okkur! Vonumst til að sjá ykkur sem flest þangað til.
Kærleikskveðjur, El Faro Teymið
Myndir; facebook / El Faro
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park












