Starfsmannavelta
El Faro á Garðskaga skellir í lás
Spænski veitingastaðurinn El Faro á Garðskaga lokar fyrir fullt og allt í lok september vegna breyttra aðstæðna.
Staðurinn opnaði í apríl í fyrra og naut mikilla vinsælda strax frá opnun þess. El Faro hefur boðið upp á bragðgóðan spænskan og Miðjarðarhafsmat og Tapas með fersku íslensku hráefni og er allt unnið frá grunni.
Tilkynningin frá El Faro:
Kæru viðskiptavinir!
Við höfum nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka El Faro í lok september vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri og erum við afar þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum, starfsfólki og velunnurum El Faro fyrir viðskiptin, hlýjuna og góð samskipti á þessu eina og hálfa ári sem við höfum haft opið.Við hvetjum alla þá sem eiga gjafabréf hjá okkur að nýta þau sem allra fyrst. Við munum tilkynna um nákvæma lokunardagsetningu þegar nær dregur. Nú fer hver að verða síðastur til að kíkja á okkur! Vonumst til að sjá ykkur sem flest þangað til.
Kærleikskveðjur, El Faro Teymið
Myndir; facebook / El Faro

-
Keppni5 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita