Freisting
Einn af fimm beztu matstöðum landsins

Jónas Kristjánsson ættu margir að þekkja úr veitingageiranum enda ófáir pistlar frá honum sem hafa birst í mörgum blöðum og tímaritum, þar sem hann segir sitt álit á veitingastöðum.
Jónas hefur birt núna á vefsíðu sinni jonas.is um matstaðinn Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal og segir að staðurinn sé einn af fimm beztu matstöðum landsins.
Hér eftirfarandi eru hans skrif:
Alltaf er jafn notalegt að koma í Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal. Þar geng ég inn í fyrra hluta síðustu aldar innan um húsbúnað að hætti langafa og langömmu. Nú er bara boðinn matur á kvöldin, sexréttað fyrir 7.300 krónur á mann. Oftast er nýr fiskur aðalréttur og mikið notað af kryddi úr hólunum í túninu. Í hádeginu og fram til fjögur er boðin matarmikil fiskisúpa á 2.400 krónur. Hún var þykk og flott og bragðgóð, með miklu af kryddjurtum, svo og risarækju, lax og steinbít. Systurnar Guðveig og Sonja Lind Eyglóardætur eiga og reka staðinn af myndarbrag. Einn af fimm beztu matstöðum landsins.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar11 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





