Freisting
Einn af fimm beztu matstöðum landsins

Jónas Kristjánsson ættu margir að þekkja úr veitingageiranum enda ófáir pistlar frá honum sem hafa birst í mörgum blöðum og tímaritum, þar sem hann segir sitt álit á veitingastöðum.
Jónas hefur birt núna á vefsíðu sinni jonas.is um matstaðinn Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal og segir að staðurinn sé einn af fimm beztu matstöðum landsins.
Hér eftirfarandi eru hans skrif:
Alltaf er jafn notalegt að koma í Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal. Þar geng ég inn í fyrra hluta síðustu aldar innan um húsbúnað að hætti langafa og langömmu. Nú er bara boðinn matur á kvöldin, sexréttað fyrir 7.300 krónur á mann. Oftast er nýr fiskur aðalréttur og mikið notað af kryddi úr hólunum í túninu. Í hádeginu og fram til fjögur er boðin matarmikil fiskisúpa á 2.400 krónur. Hún var þykk og flott og bragðgóð, með miklu af kryddjurtum, svo og risarækju, lax og steinbít. Systurnar Guðveig og Sonja Lind Eyglóardætur eiga og reka staðinn af myndarbrag. Einn af fimm beztu matstöðum landsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





