Vín, drykkir og keppni
Einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi í skemmtilegu viðtali
Einn af frumkvöðlum kokteilmenningar á Íslandi Ásgeir Már Björnsson er gestur Viceman í hlaðvarpsþættinum Hristarinn sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður, er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.
Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo árum skiptir enn skrefið var tekið örlítið lengra á Slippbarnum sem að mati margra varð til þess að kokteilar urðu fyrir valinu hjá áður bjór og vín þyrstum gestum landsins.
Kokteilarnir voru ögrandi og sama má segja um þann sem stjórnaði þessu öllu saman á bakvið barinn. Ási hefur í mörg ár verið eitt af stóru nöfnunum í barsenu landsins. Hann er barþjónn með sterkar skoðanir og hefur tekist að framkvæma margt sem síðar hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á þróun kokteilsins á Íslandi.
Ber þar að nefna Slippbarinn, Pablo Discobar og Reykjavík Bar Summit sem allt er krufið í þættinum Hristarinn. Hann starfar í dag á barnum Mikropolis í Danmörku og hægt er að fylgjast með honum á instagraminu @mixmasterflex.
Fleiri fréttir um Ása hér.
Mynd: Instagram / mixmastrerflex

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur