Vín, drykkir og keppni
Einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi í skemmtilegu viðtali
Einn af frumkvöðlum kokteilmenningar á Íslandi Ásgeir Már Björnsson er gestur Viceman í hlaðvarpsþættinum Hristarinn sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður, er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.
Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo árum skiptir enn skrefið var tekið örlítið lengra á Slippbarnum sem að mati margra varð til þess að kokteilar urðu fyrir valinu hjá áður bjór og vín þyrstum gestum landsins.
Kokteilarnir voru ögrandi og sama má segja um þann sem stjórnaði þessu öllu saman á bakvið barinn. Ási hefur í mörg ár verið eitt af stóru nöfnunum í barsenu landsins. Hann er barþjónn með sterkar skoðanir og hefur tekist að framkvæma margt sem síðar hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á þróun kokteilsins á Íslandi.
Ber þar að nefna Slippbarinn, Pablo Discobar og Reykjavík Bar Summit sem allt er krufið í þættinum Hristarinn. Hann starfar í dag á barnum Mikropolis í Danmörku og hægt er að fylgjast með honum á instagraminu @mixmasterflex.
Fleiri fréttir um Ása hér.
Mynd: Instagram / mixmastrerflex
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu