Vertu memm

Freisting

Einblínir á sushi-markaðinn

Birting:

þann

Dótturfélag Atlantis Group, félags í íslenskri eigu, er orðið langstærsta fyrirtækið á sviði túnfiskseldi í heiminum eftir sameiningu við mexíkóskt eldisfyrirtæki.

Fyrirtækið framleiðir nú 20 til 30 prósent af öllum bláuggatúnfiski sem alinn er í kvíum í heiminum, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

„Ég held við getum verið tiltölulega ánægðir með þetta, með þessum kaupum ríflega tvöföldum við starfsemina hjá okkur,“ segir Óli Valur Steindórsson, forstjóri Atlantis Group. Hann verður jafnframt forstjóri sameinaðs dótturfélags, sem fær nafnið Umami Sustainable Seafood.
Kali Tuna, dótturfélag Atlantis Group, hefur stundað túnfiskseldi við Króatíu undanfarin ár. Fyrirtækið sameinast nú Baja Aquafarms, sem ræktar túnfisk undan ströndum Mexíkós.

Óli Valur segir allan túnfisk sem alinn hafi verið hingað til hafa verið seldan til Japans, þar sem hann hafi verið notaður hrár til sushi-gerðar. Atlantis stefni á að komast inn á sushi-markaðinn í Bandaríkjunum, og þá skipti miklu að framleiða nærri Bandaríkjunun. Fyrirtækið ætli að einblína að mestu á framleiðslu á túnfiski fyrir sushi-gerð, fiskurinn sé margfalt betri í sushi en á grillinu. „Þegar maður er vanur silkinu vill maður ekki ullina,“ segir Óli Valur í viðtali við Fréttablaðið.

Kaupsamningurinn hljóðar upp á 28 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 3,4 milljörðum króna á gengi gærdagsins.

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið