Freisting
Einblínir á sushi-markaðinn
Dótturfélag Atlantis Group, félags í íslenskri eigu, er orðið langstærsta fyrirtækið á sviði túnfiskseldi í heiminum eftir sameiningu við mexíkóskt eldisfyrirtæki.
Fyrirtækið framleiðir nú 20 til 30 prósent af öllum bláuggatúnfiski sem alinn er í kvíum í heiminum, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Ég held við getum verið tiltölulega ánægðir með þetta, með þessum kaupum ríflega tvöföldum við starfsemina hjá okkur,“ segir Óli Valur Steindórsson, forstjóri Atlantis Group. Hann verður jafnframt forstjóri sameinaðs dótturfélags, sem fær nafnið Umami Sustainable Seafood.
Kali Tuna, dótturfélag Atlantis Group, hefur stundað túnfiskseldi við Króatíu undanfarin ár. Fyrirtækið sameinast nú Baja Aquafarms, sem ræktar túnfisk undan ströndum Mexíkós.
Óli Valur segir allan túnfisk sem alinn hafi verið hingað til hafa verið seldan til Japans, þar sem hann hafi verið notaður hrár til sushi-gerðar. Atlantis stefni á að komast inn á sushi-markaðinn í Bandaríkjunum, og þá skipti miklu að framleiða nærri Bandaríkjunun. Fyrirtækið ætli að einblína að mestu á framleiðslu á túnfiski fyrir sushi-gerð, fiskurinn sé margfalt betri í sushi en á grillinu. Þegar maður er vanur silkinu vill maður ekki ullina,“ segir Óli Valur í viðtali við Fréttablaðið.
Kaupsamningurinn hljóðar upp á 28 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 3,4 milljörðum króna á gengi gærdagsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?