Freisting
Einblínir á sushi-markaðinn
Dótturfélag Atlantis Group, félags í íslenskri eigu, er orðið langstærsta fyrirtækið á sviði túnfiskseldi í heiminum eftir sameiningu við mexíkóskt eldisfyrirtæki.
Fyrirtækið framleiðir nú 20 til 30 prósent af öllum bláuggatúnfiski sem alinn er í kvíum í heiminum, en þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Ég held við getum verið tiltölulega ánægðir með þetta, með þessum kaupum ríflega tvöföldum við starfsemina hjá okkur,“ segir Óli Valur Steindórsson, forstjóri Atlantis Group. Hann verður jafnframt forstjóri sameinaðs dótturfélags, sem fær nafnið Umami Sustainable Seafood.
Kali Tuna, dótturfélag Atlantis Group, hefur stundað túnfiskseldi við Króatíu undanfarin ár. Fyrirtækið sameinast nú Baja Aquafarms, sem ræktar túnfisk undan ströndum Mexíkós.
Óli Valur segir allan túnfisk sem alinn hafi verið hingað til hafa verið seldan til Japans, þar sem hann hafi verið notaður hrár til sushi-gerðar. Atlantis stefni á að komast inn á sushi-markaðinn í Bandaríkjunum, og þá skipti miklu að framleiða nærri Bandaríkjunun. Fyrirtækið ætli að einblína að mestu á framleiðslu á túnfiski fyrir sushi-gerð, fiskurinn sé margfalt betri í sushi en á grillinu. Þegar maður er vanur silkinu vill maður ekki ullina,“ segir Óli Valur í viðtali við Fréttablaðið.
Kaupsamningurinn hljóðar upp á 28 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 3,4 milljörðum króna á gengi gærdagsins.

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata