Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ein flottasta mathöll Íslands opnar – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Nýr miðbær á Selfossi opnaði í gær með pompi og prakt. Þar hafa verið reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Í þeim er fjölbreytt miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta, skrifstofur og íbúðir.

Mjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús sem hefur verið breytt í eina flottustu mathöll á Íslandi með 8 veitingastöðum, bjórgarð, vínbar og sýningu um sögu skyrs.

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

Veitingastaðirnir eru Samuelsson Matbar, Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús, Menam, Romano Pasta Street Food, El Gordito Taco, Dragon Dim Sum og Ísey skyr bar.

Sjá einnig:

Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað

Uppi í risi í mathöllinni er vín- og kokteilbar þar sem kunnáttufólk í píanóleik fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með útsýni að Ingólfsfjalli öðru megin og yfir Brúartorgið nýja hinum megin.

Mjólkurbúið á Selfossi - Mathöll

„Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“

segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns í samtali við Stöð tvö í gærkvöldi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan:

Framkvæmdir í Mjólkurbúinu 8. júlí, rétt fyrir opnun:

Auglýsingapláss

Þegar hugmyndum um nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi voru kynntar þá voru þessar tölvuteiknaðar myndir notaðar, sem sjá má betur staðsetningu og hvað þetta er gífurleg lyftistöng fyrir miðbæinn.

Miðbær Selfoss

Miðbær Selfoss

Myndir: facebook / Miðbær Selfoss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið