Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ein flottasta mathöll Íslands opnar – Myndir og vídeó
Nýr miðbær á Selfossi opnaði í gær með pompi og prakt. Þar hafa verið reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Í þeim er fjölbreytt miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta, skrifstofur og íbúðir.
Mjólkurbúið á Selfossi er sannkallað matarmenningarhús sem hefur verið breytt í eina flottustu mathöll á Íslandi með 8 veitingastöðum, bjórgarð, vínbar og sýningu um sögu skyrs.
Veitingastaðirnir eru Samuelsson Matbar, Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús, Menam, Romano Pasta Street Food, El Gordito Taco, Dragon Dim Sum og Ísey skyr bar.
Sjá einnig:
Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað
Uppi í risi í mathöllinni er vín- og kokteilbar þar sem kunnáttufólk í píanóleik fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, með útsýni að Ingólfsfjalli öðru megin og yfir Brúartorgið nýja hinum megin.
„Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“
segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns í samtali við Stöð tvö í gærkvöldi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan:
Framkvæmdir í Mjólkurbúinu 8. júlí, rétt fyrir opnun:
Þegar hugmyndum um nýjan miðbæjarkjarna á Selfossi voru kynntar þá voru þessar tölvuteiknaðar myndir notaðar, sem sjá má betur staðsetningu og hvað þetta er gífurleg lyftistöng fyrir miðbæinn.
Myndir: facebook / Miðbær Selfoss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður











