Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eiki feiti og Maggi betrumbæta Texasborgara
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður í Texasborgurum á Grandagarði, hefur fengið gamlan samstarfsmann til liðs við sig til að endurhanna hinn sívinsæla Texasborgara. Það er enginn annar en Eiríkur Friðriksson sem þekktastur er undir nafninu Eiki feiti.
„Eiki feiti er mikill hamborgarajaxl og ég fékk hann til að yfirfara og betrumbæta Texasborgarann. Við erum að skipta um áherslur og gera allt betra, allt frá hráefni til framsetningar,“
segir Magnús Ingi í samtali við Fréttablaðið sem fjallar ítarlega um breytingarnar.
Þeir félagar lærðu saman á Hótel Sögu í gamla daga og hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Eiríkur rak Eikaborgara og hamborgarastað sem hét Eiki feiti og stofnaði Salatbarinn, rak veitingastað sem hét Tveir feitir kokkar eða Two Fat Chefs í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: texasborgarar.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun