Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eiki feiti og Maggi betrumbæta Texasborgara

Eiríkur Friðriksson og Magnús Ingi Magnússon.
Nýju Texasborgararnir eru úr úrvals nautakjöti frá Kjötsmiðjunni, bornir fram í hamborgarabrauði án sesamfræja frá Myllunni, með fersku grænmeti og hamborgarasósunni frægu frá Eika feita ásamt krullufrönskum
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður í Texasborgurum á Grandagarði, hefur fengið gamlan samstarfsmann til liðs við sig til að endurhanna hinn sívinsæla Texasborgara. Það er enginn annar en Eiríkur Friðriksson sem þekktastur er undir nafninu Eiki feiti.
„Eiki feiti er mikill hamborgarajaxl og ég fékk hann til að yfirfara og betrumbæta Texasborgarann. Við erum að skipta um áherslur og gera allt betra, allt frá hráefni til framsetningar,“
segir Magnús Ingi í samtali við Fréttablaðið sem fjallar ítarlega um breytingarnar.
Þeir félagar lærðu saman á Hótel Sögu í gamla daga og hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Eiríkur rak Eikaborgara og hamborgarastað sem hét Eiki feiti og stofnaði Salatbarinn, rak veitingastað sem hét Tveir feitir kokkar eða Two Fat Chefs í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: texasborgarar.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?





