Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eiki feiti og Maggi betrumbæta Texasborgara

Eiríkur Friðriksson og Magnús Ingi Magnússon.
Nýju Texasborgararnir eru úr úrvals nautakjöti frá Kjötsmiðjunni, bornir fram í hamborgarabrauði án sesamfræja frá Myllunni, með fersku grænmeti og hamborgarasósunni frægu frá Eika feita ásamt krullufrönskum
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður í Texasborgurum á Grandagarði, hefur fengið gamlan samstarfsmann til liðs við sig til að endurhanna hinn sívinsæla Texasborgara. Það er enginn annar en Eiríkur Friðriksson sem þekktastur er undir nafninu Eiki feiti.
„Eiki feiti er mikill hamborgarajaxl og ég fékk hann til að yfirfara og betrumbæta Texasborgarann. Við erum að skipta um áherslur og gera allt betra, allt frá hráefni til framsetningar,“
segir Magnús Ingi í samtali við Fréttablaðið sem fjallar ítarlega um breytingarnar.
Þeir félagar lærðu saman á Hótel Sögu í gamla daga og hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Eiríkur rak Eikaborgara og hamborgarastað sem hét Eiki feiti og stofnaði Salatbarinn, rak veitingastað sem hét Tveir feitir kokkar eða Two Fat Chefs í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: texasborgarar.is

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun