Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eiki feiti og Maggi betrumbæta Texasborgara

Eiríkur Friðriksson og Magnús Ingi Magnússon.
Nýju Texasborgararnir eru úr úrvals nautakjöti frá Kjötsmiðjunni, bornir fram í hamborgarabrauði án sesamfræja frá Myllunni, með fersku grænmeti og hamborgarasósunni frægu frá Eika feita ásamt krullufrönskum
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður í Texasborgurum á Grandagarði, hefur fengið gamlan samstarfsmann til liðs við sig til að endurhanna hinn sívinsæla Texasborgara. Það er enginn annar en Eiríkur Friðriksson sem þekktastur er undir nafninu Eiki feiti.
„Eiki feiti er mikill hamborgarajaxl og ég fékk hann til að yfirfara og betrumbæta Texasborgarann. Við erum að skipta um áherslur og gera allt betra, allt frá hráefni til framsetningar,“
segir Magnús Ingi í samtali við Fréttablaðið sem fjallar ítarlega um breytingarnar.
Þeir félagar lærðu saman á Hótel Sögu í gamla daga og hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Eiríkur rak Eikaborgara og hamborgarastað sem hét Eiki feiti og stofnaði Salatbarinn, rak veitingastað sem hét Tveir feitir kokkar eða Two Fat Chefs í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: texasborgarar.is
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





