Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eiki feiti og Maggi betrumbæta Texasborgara

Eiríkur Friðriksson og Magnús Ingi Magnússon.
Nýju Texasborgararnir eru úr úrvals nautakjöti frá Kjötsmiðjunni, bornir fram í hamborgarabrauði án sesamfræja frá Myllunni, með fersku grænmeti og hamborgarasósunni frægu frá Eika feita ásamt krullufrönskum
Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður í Texasborgurum á Grandagarði, hefur fengið gamlan samstarfsmann til liðs við sig til að endurhanna hinn sívinsæla Texasborgara. Það er enginn annar en Eiríkur Friðriksson sem þekktastur er undir nafninu Eiki feiti.
„Eiki feiti er mikill hamborgarajaxl og ég fékk hann til að yfirfara og betrumbæta Texasborgarann. Við erum að skipta um áherslur og gera allt betra, allt frá hráefni til framsetningar,“
segir Magnús Ingi í samtali við Fréttablaðið sem fjallar ítarlega um breytingarnar.
Þeir félagar lærðu saman á Hótel Sögu í gamla daga og hafa haldið góðu sambandi í gegnum tíðina. Eiríkur rak Eikaborgara og hamborgarastað sem hét Eiki feiti og stofnaði Salatbarinn, rak veitingastað sem hét Tveir feitir kokkar eða Two Fat Chefs í Bandaríkjunum svo fátt eitt sé nefnt.
Mynd: texasborgarar.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?





